is / en / dk

Í nóvember 2013 settu forráðamenn Skólastjórafélagsins niður markmið sem þeir vilja ná í kjarasamningum til ársins 2024, en einnig hvaða leiðir þeir vilja fara til að ná þeim fram. Úr því varð til eftirfarandi vinnuskjal:

 

 

Gildandi kjarasamningar Skólastjórafélags Íslands:

Fylgigögn með kjarasamningi:

Grunnröðun

Stigafjöldi, kennsluskylda, nemendafjöldi og grunnröðun starfsheita

Starfsheiti Stig
skóla
Nemenda-
fjöldi
Lfl. og
þrep
Kennslu-
skylda
Hámarks
kennsla
umfram
skyldu
Skólastjórar að 20 að 13 466-3 17 8
  21 til 30 14 til 20 466-3 15 8
  31 til 50 21 til 33 466-3 13 7
  51 til 75 34 til 50 466-3 10 6
  76 til 125 51 til 83 466-3 8 5
  126 til 200 84 til 133 467-4 5 4
  201 til 300 134 til 200 467-5 2 3
  301 til 425 201 til 283 467-6 0 2
  426 til 575 284 til 383 468-7 0 0
  576 til 725 384 til 483 469-8 0 0
  726 til 900 484 til 600 470-9 0 0
  901 til 1000 601 til 667 471-10 0 0
  yfir 1000 yfir 668 471-11 0 0
           
Aðstoðarskólastjórar að 125 að 83 461-3 16 6
  126 til 200 84 til 133 462-4 12 5
  201 til 300 134 til 200 463-5 8 4
  301 til 425 201 til 283 463-6 5 3
  426 til 575 284 til 383 464-7 3 2
  576 til 725 384 til 483 465-8 1 2
  726 til 900 484 til 600 465-9 0 2
  901 til 1000 601 til 667 466-10 0 1
  yfir 1000 yfir 668 466-11 0 0
           
Deildarstjórar að 125 að 83 411 16 8
  126 til 200 84 til 133 412 12 5
  201 til 300 134 til 200 413 8 4
  301 til 425 201 til 283 414 5 3
  426 til 575 284 til 383 415 3 2
  576 til 725 384 til 483 416 1 2
  yfir 726 484 og yfir 417 0 2
           
Deildarstjórar
verkefna með
mannaforráð
  Stjórnunar-
umfang
Launa-
flokkur
Kennslu-
skylda
Hámarks
kennsla
umfram
skyldu
Deildarstjóri 1   50%-74% 413 13>6,8 3
Deildarstjóri 2   75% og hærra 414 6,5>0 2
           

 

Launatöflur

Uppfærðar launatöflur og reikniverk

Launatöflur í gildi frá 1. ágúst 2018 til 31. júlí 2019, með persónuálagi.

 

Viðbótarlaunaflokkar

Viðbótarlaunaflokkar skólastjóra, aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra

Menntun, stjórnun, sérdeild, útibú, lengd viðvera, samrekstur

Stjórnun   Gr. 1.3.7 í kjarasamningi SÍ um viðbótarlaunaflokka vegna stjórnunarreynslu
Eftir 5 ár 1 lfl. Eftir 5 ára starfsreynslu sem stjórnandi í grunn-, leik- eða framhaldsskóla hækkar röðun um einn launaflokk.
Eftir 10 ár 1 lfl. Eftir 10 ára starfsreynslu sem stjórnandi í grunn-, leik- eða framhaldsskóla hækkar röðun um einn launaflokk.
Eftir 15 ár l lfl. Eftir 15 ára starfsreynslu sem stjórnandi í grunn-, leik- eða framhaldsskóla hækkar röðun um annan launaflokk tilviðbótar.
Sérdeild   Gr. 1.3.3 í kjarasamningi SÍ um skóla með sérdeild eða mótttökudeild fyrir nýbúa
  1 lfl. Formleg sérdeild eða mótttökudeild fyrir nýbúa í skóla hækkar röðun skólastjóra og aðstoðarskólastjóra um 1 launaflokk.
Útibú   Gr. 1.3.4 í kjarasamningi SÍ um útibú/starfsstöð frá skóla
  1 lfl. Umsjón með útibúi/starfsstöð í öðru byggðarlagi/hverfi hækkar röðun um 1 launaflokk.
Lengd viðvera   Gr. 1.3.5 í kjarasamningi SÍ um umbun vegna lengdrar viðveru
að 30 nemendum 2 lfl. Að 30 nemendum í lengdri viðveru hækkar röðun stjórnenda um 2 launaflokka, skv. ákvörðun skólastjóra.
30-74  3 lfl. 30-74 nemendur í lengdri viðveru hækkar röðun stjórnenda um 3 launaflokka, skv. ákvörðun skólastjóra.
75 og fleiri 4 lfl. Fleiri en 75 nemendur í lengdri  viðveru hækkar röðun stjórnenda um 4 launaflokka, skv. ákvörðun skólastjóra.
Samrekstur skóla   Samkomulag um laun í samreknum skólum   Leiðbeiningar fyrir rekstraraðila
1-30 börn 3 lfl. Laun skólastjóra hækka um 3 launaflokka vegna samreksturs skóla og miðast röðun við 30 leikskólabörn eða færri.
31 og fleiri 4 lfl. Laun skólastjóra hækka um 4 launaflokka vegna samreksturs skóla og miðast röðun við 31 leikskólabarn og fleiri.
  2 lfl. Samrekstur grunnskóla og tónlistarskóla gefur 2 launaflokka.
     

Vinnuskil

Vinnuskil stjórnenda að sumri, um jól og páska


Kennsluskylda (26)

Vinna að stjórnun

  Á VIKU       Á DAG      
20,00 9,23 1,85
19,00 10,77 2,15
18,00 12,31 2,46
17,00 13,85 2,77
16,00 15,38 3,08
15,00 16,92 3,38
14,00 18,46 3,69
13,00 20,00 4,00
12,00 21,54 4,31
11,00 23,08 4,62
10,00 24,62 4,92
9,00 26,15 5,23
8,00 27,69 5,54
7,00 29,23 5,85
6,00 30,77 6,15
5,00 32,31 6,46
4,00 33,85 6,77
3,00 35,38 7,08
2,00 36,92 7,38
1,00 38,46 7,69
0,00 40,00 8,00
     

Þetta eru þau vinnuskil sem skila þarf yfir sumarið að frádregnu sumarorlofi sem er 24 virkir dagar fyrir þá sem eru yngri en 30 ára, 27 virkir dagar fyrir þá sem hafa náð 30 ára aldri og 30 virkir dagar fyrir þá sem hafa náð 38 ára aldri. Með samkomulagi við yfirmann er hægt að þjappa þessum tímum saman t.d. vinni menn 8 stundir í stað 4 lengist fríið sem því nemur. Þetta gildir einnig um vinnutíma um jól og páska sem er að jafnaði 9 vinnudagar.

Skólastjórar og aðstoðarskólastjórar sem eru staðgenglar skólastjóra mega færa þá daga sem eru umfram 20 yfir á veturinn og lengja þá vinnuskyldu sína sem því nemur að sumri. Samkomulag er um að sú vinnuskylda sem bætist við að sumri vegna vetrarorlofs sé ekki bundin viðveruskylda en hins vegar megi ónáða menn á þessum tíma t.d. með fundarboðun o.s.frv. Þetta byggist á því að skólastjórar eru iðulega að sinna kennararáðningum á sumartíma.

Tilkynna skal a.m.k. einum mánuði fyrir byrjun sumarorlofs óskir um orlof og hvort menn ætla að skipta því og þá hvernig. Tilkynna skal um töku vetrarorlofs a.m.k. einum mánnuði áður en taka þess hefst. Í grein 4.2.1 í kjarasamningi KÍ og LN segir svo um lengingu orlofs fá lámarksorlofi 24 dögum: “Starfsmaður, sem náð hefur 30 ára aldri á því almannaksári, sem tímabil sumarorlofs tilheyrir, fær að auki orlof sem svarar til 24 vinnuskyldustunda í dagvinnu. Við 38 ára aldur enn að auki orlof, sem svarar ti 24 vinnuskyldustunda í dagvinnu. Starfsaldur til orlofs skal reiknaður eftir sömu reglum og starfsaldur til launa.”

 

 

 
 

Tengt efni