is / en / dk

Fréttir og tilkynningar

Framkvæmdir á orlofssvæðum KÍ

16. Ágúst 2018

Framkvæmdir hafa staðið yfir í tveimur orlofshúsabyggðum Kennarasambandsins, í Ásabyggð á Flúðum og í Kjarnaskógi við Akureyri, frá því síðastliðinn vetur. Í Ásabyggð er Orlofssjóður að endurnýja þrjú hús eða nr. 41, 42 og 43 en sjötta þing KÍ samþykkti…

FG gefur út handbók fyrir grunnskólakennara

14. Ágúst 2018

Stjórn Félags grunnskólakennara ákvað á fundi sínum í gær að hefja útgáfu kennarahandbókar fyrir skólaárið 2018-2019. Ákvörðun stjórnar er í samræmi við ályktun sem var samþykkt á aðalfundi Félags grunnskólakennara sem fram fór í Borgarnesi í maí…

Opnað fyrir umsóknir í Fræðslu- og kynningarsjóð FG

10. Ágúst 2018

Fræðslu- og kynningarsjóður FG tekur við umsóknum í gegnum Mínar síður á vef KÍ. Umsóknarfrestur um styrki er til 1. mars og 1. september ár hvert og eru styrkir veittir í kjölfarið; annars vegar í apríl og hins vegar í október. Fræðslu- og kynningarsjóður FG…

FF auglýsir eftir liðsauka

10. Ágúst 2018

Félag framhaldsskólakennara (FF) auglýsir eftir þjónustufulltrúa í fullt starf á skrifstofu félagsins. FF er eitt aðildarfélaga Kennarasambands Íslands og til húsa í Kennarahúsinu að Laufásvegi 81. Menntunarkröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Æskilegt…

Fundaröð í tengslum við mótun menntastefnu Íslands

10. Ágúst 2018

Vinna er hafin við að móta nýja menntastefnu Íslands til ársins 2030. Fundaröð í tengslum við þá vinnu hefst í byrjun september og verða alls 23 fræðslu- og umræðufundir um allt land. Eitt af markmiðum nýrrar menntastefnu verður að tryggja að allir í…

Regnbogafáninn dreginn við hún

07. Ágúst 2018

Regnbogafáninn blaktir við Kennarahúsið og mun gera á meðan Hinsegin dagar standa yfir. Hinsegin dagar, sem standa frá 7. til 12. ágúst, hafa verið haldnir hátíðlegir í Reykjavík frá árinu 1999. Hápunktur Hinsegin daga er sem fyrr Gleðigangan sem fer fram á…

Samkomulag um breytingar á kjarasamningi FSL

21. Júlí 2018

Samstarfsnefnd Félags stjórnenda leikskóla og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa gert samkomulag um breytingar á gildandi kjarasamningi. Helstu breytingar eru þessar: Kjarasamningur aðila frá 1. júní 2015 framlengist og gildir hann til 31. júlí 2019.…

Sumar í Kennarahúsinu

12. Júlí 2018

Sumarlokun Kennarahússins hefst mánudaginn 16. júlí og stendur venju samkvæmt í þrjár vikur. Skrifstofa KÍ opnar á nýjan leik að morgni þriðjudagsins 7. ágúst. Þeir sem þurfa að hafa samband við Orlofssjóð KÍ á meðan á sumarlokun stendur geta hringt í síma…

KÍ styður kjarabaráttu ljósmæðra

11. Júlí 2018

Kennarasamband Íslands styður baráttu ljósmæðra fyrir hærri launum og bættum starfskjörum. Ályktun þessa efnis var samþykkt einróma á 7. þingi Kennarasambands Íslands sem fram fór í apríl sl. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins hefur staðið lengi yfir og þótti…

Ánægjuleg fjölgun umsókna um kennaranám

10. Júlí 2018

Í kjölfar umræðu um skort á kennurum eru jákvæð teikn á lofti hvað varðar aðsókn að kennaranámi. Við Háskóla Íslands eru nú 1.288 umsóknir á Menntavísindasviði sem er ríflega 16% fjölgun frá fyrra ári. Umsóknum um grunnskólakennaranám fjölgaði um 6% og…

Uppfærðar launatöflur hjá Félagi leikskólakennara

04. Júlí 2018

Samninganefnd Félags leikskólakennara og samninganefnd sveitarfélaganna hafa komist að samkomulagi um breytingar á kjarasamingi FL og Sambands íslenskra sveitarfélaga – í samræmi við Bókun 1 frá 2015. Breytingarnar hafa meðal annars í för með sér að…

FG: Viltu taka sæti í stjórnum, nefndum og ráðum?

03. Júlí 2018

Félag grunnskólakennara auglýsir eftir félagsfólki til að taka sæti í stjórnum, ráðum og nefndum á vegum FG og Kennarasambands Íslands. Um er ræða eftirfarandi sjóði en FG skipar þar einn aðalfulltrúa og einn til vara. Vonarsjóður FG og SÍ Sjúkrasjóður KÍ…

Pistlar

Horfumst í augu við það

Helgi Seljan, fjölmiðlamaður, birti á dögunum mynd af tæplega fjörutíu ára gömlu svarbréfi frá Útvarpsstjóra til Samtakanna 78. Bréfið er svar við ósk samtakanna um útvarpsauglýsingu. Starfsfólk Ríkisútvarpsins treysti sér ekki til að setja auglýsinguna í…

Skólavarðan

  • Það þarf að hlúa betur að kennurum

    Sveinn Leó Bogason útskrifaðist frá Kennaradeild Háskóla Íslands í fyrravor og hefur í vetur starfað sem kennari á miðstigi við Glerárskóla. Hann segir kennarastarfið einfaldlega þannig að kennaranámið geti aldrei undirbúið kennara fyrir allt sem kemur upp í starfinu. Svein Leó dreymir um að verða sá kennari sem nemendur muna eftir frá skólaárum sínum.

  • Verðum að vera skapandi í öllu sem við gerum

    Lára Stefánsdóttir hefur verið við stjórnvölinn í Menntaskólanum á Tröllaskaga frá því skólinn var settur á laggirnar árið 2010. Í skólanum eru á fjórða hundrað nemendur og þrjátíu starfsmenn. Skólinn hefur þrjú ár í röð verið valinn „stofnun ársins“ og síðastliðið haust var Lára valin skólameistari ársins í könnun sem Félag framhaldsskólakennara gerði meðal félagsmanna.