is / en / dk

18. Sept. 2019
24. Maí 2019

Gæðamenntun fyrir alla!

Svæðisþing tónlistarskóla á Vesturlandi verður haldið á Hótel Borgarnesi miðvikudaginn 18. september. 

 

Dagskrá

09:30  Setning

09:35  Í aðdraganda endurskoðunar

 • Róttækar breytingar á aðalnámskrá tónlistarskóla í Finnlandi – Hvernig viljum við sjá tónlistarskólana á Íslandi þróast?
  Sigrún Grendal, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum
   
 • Kynning á nýgerðum breytingum á aðalnámskrá og rekstrarumhverfi tónlistarskóla í Finnlandi mun leiða inn í umræður þátttakenda um hvernig við viljum sjá tónlistarskólana á Íslandi þróast.
 • Verkefnishópur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu er með lög um rekstur tónlistarskóla og endurskoðun aðalnámskrár tónlistarskóla til skoðunar. Stefnt er að því að verkefnalýsing frá hópnum liggi fyrir í lok árs 2019 og endurskoðun fari fram 2020-2022.


Kaffihlé

11:00 „Workshop“ – tónlistarfærni í skapandi starfi

 • Í gegnum nýútkomið námsefni sitt „Villitíð“ stýrir Charles Ross smiðju þar sem unnið er með hinn skapandi þátt í tónlistarnáminu.
  Charles Ross, tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Egilsstöðum


12:00 Hádegishlé

13:00 Gæðamenntun fyrir alla
Fræðslu- og umræðufundur um menntun fyrir alla og mótun menntastefnu til 2030

 • Opnun fundar
  Ragnar Steinþór Þorsteinsson, sérfræðingur, mennta- og menningarmálaráðuneyti / Ragnheiður Bóasdóttir, sérfræðingur, mennta- og menningarmálaráðuneyti
 • „Menntun fyrir alla“ – hvað þýðir það?
  Rúnar Sigþórsson, prófessor í menntunarfræði við kennaradeild Háskólans á Akureyri. 
   
 • Hvert er hlutverk Listaháskóla Íslands og listarinnar?
  Tryggvi M. Baldvinsson, deildarforseti tónlistardeildar í Listaháskóla Íslands
   
 • „Raddir kennara“ – hvert er hlutverk tónlistarskólakennara og annarra listgreinakennara?
  Tvö fimm mínútna innlegg frá annars vegar kennara/stjórnanda í tónlistarskóla og hins vegar listgreinakennara í leik-, grunn- eða framhaldsskóla – raddir frá hverju svæði

14:15 Kaffihlé 

 • 14:30 Múrinn
  Hópavinna – hlutur listgreina í nýrri menntastefnu


Lokaorð

15:40 Þinglok

Dagskrá í pdf-formi
 

================

Svæðisþing tónlistarskóla eru haldin í sautjánda sinn haustið 2019. Svæðisþingin eru samstarfsverkefni Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Samtaka tónlistarskólastjóra (STS). Svæðisþingin eru öllum opin og fara fram skv. eftirfarandi hæsta haust:

 1. Svæðisþing tónlistarskóla á Vestfjörðum, miðvikudaginn 11. september.
 2. Svæðisþing tónlistarskóla á Austurlandi, föstudaginn 13. september.
 3. Svæðisþing tónlistarskóla á Vesturlandi, miðvikudaginn 18. september.
 4. Svæðisþing tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, föstudaginn 20. september.
 5. Svæðisþing tónlistarskóla á Suðurlandi og Suðurnesjum, föstudaginn 4. október.
 6. Svæðisþing tónlistarskóla á Norðurlandi, föstudaginn 11. október.

 

 

Tengt efni