Sendu fyrirspurn

Endilega sendu okkur fyrirspurn og við svörum þér um hæl

Ég er félagiÉg er ekki félagi
Facebook
Facebook
Orlofsvefur
Orlofsvefur
EN
EN
Leit
Leit
ShapeCreated with Sketch.Mínar síður
Article Image
20. nóvember 2024

Foreldrar leikskólabarna styðja baráttu kennara

Foreldrar barna í Leikskóla Seltjarnarness, Drafnarsteini, Holti og Ársölum lýsa ótvíræðum stuðningi við kjarabaráttu kennara og rétt þeirra til að fara í verkfall. Foreldarnir hafa sent stuðningsyfirlýsingu til samningsaðila Kennarasambandsins í yfirstandandi kjaradeilu.

„Við, foreldrar barna í leikskólum í verkfalli, lýsum yfir ótvíræðum stuðningi við kjarabaráttu kennara og rétt þeirra til þess að fara í verkfall."

Svona hljóma upphafsorð stuðningsyfirlýsingar sem foreldrar barna á Drafnarsteini í Reykjavík, Ársölum á Sauðárkróki, Holti í Reykjanesbæ og Leikskóla Seltjarnarness hafa sent Kennarasambandinu. 

Stuðningsyfirlýsingin var jafnframt send borgarstjóra, bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, í Reykjanesbæ og á Sauðárkróki og ráðherra barna og menntamála. 

Félagsfólk KÍ í þessum leikskólum hefur verið í verkfalli síðan 29. október síðastliðinn. 

Foreldrarnir skora á Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og ríkið að binda enda á verkfallið með því að semja við Kennarasamband Íslands. „Það er enginn raunverulegur ávinningur af því að draga þessar samningaviðræður á landinn. Það er hins vegar mikill samfélagslegur ávinningur í bættum kjörum kennara," segir í yfirlýsingunni. „Börnin okkar eiga rétt á menntun og það er á ykkar ábyrgð að tryggja þann rétt. Þið getið bundið enda á verkfallið hér og nú með því að semja. 

Þá segja foreldrar að þótt verkfallið sé erfitt núna þá sé það hagur barnanna til lengri tíma að kennarar búi við boðleg starfskjör. 

 

Yfirlýsing foreldra í heild

19. nóvember 2024

Stuðningsyfirlýsing við kjarabaráttu kennara og áskorun til stjórnvalda að semja við KÍ

Við, foreldrar barna á leikskólum í verkfalli, lýsum yfir ótvíræðum stuðningi við kjarabaráttu kennara og rétt þeirra til þess að fara í verkfall.

Verkfallsaðgerðirnar sem byrjuðu 29. október s.l. vega þungt í hjörtum okkar allra. Leikskólinn er gífurlega mikilvægur liður í lífi barna og burðarstykki í félagsþroska þeirra. Þessar aðgerðir hafa áhrif bæði á börn og fjölskyldur, félagslega, sálfræðilega og fjárhagslega. Það er einlæg ósk okkar allra að verkfallinu ljúki snögglega og að börnin okkar geti komist aftur á leikskólann sinn.

Við vitum hins vegar að þessi ákvörðun, að leggja niður störf og loka skólum, er ekki tekin af léttúð. Við vitum að leikskólakennarar bera hag barna okkar fyrir brjósti, en við skiljum líka að KÍ ræðst í þessar aðgerðir vegna þess að kennarastéttin er komin að þolmörkum. Þessar aðgerðir eru þungbærar, en þær eru nauðsynlegar og þær eru lögmætar, eins og félagsdómur hefur úrskurðað. Við vitum líka að þótt verkfallið sé erfitt fyrir okkur núna, þá liggur hagur barnanna til lengri tíma í því að kennararnir þeirra búi við boðleg starfskjör.

Því viljum við hvetja kennara áfram í baráttu sinni fyrir bættum kjörum og hvetja til þess að verkfallsaðgerðir verði útvíkkaðar ef stjórnvöld eru ekki reiðubúin að bjóða ásættanlega samninga. Ef samningar nást ekki ætti KÍ að auka þrýstinginn á stjórnvöld og bæta við fleiri skólum, á öllum skólastigum, til að taka þátt í verkfallinu.

Þá viljum við skora á Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og ríkið að binda enda á verkfallið með því að semja við Kennarasamband Íslands. Það er enginn raunverulegur ávinningur af því að draga þessar samningaviðræður á langinn. Það er hins vegar mikill samfélagslegur ávinningur í bættum kjörum kennara. Það að kennarar verði metnir að verðleikum mun skila sér í öflugra menntakerfi. Börnin okkar eiga rétt á menntun og það er á ykkar ábyrgð að tryggja þann rétt. Þið getið bundið enda á verkfallið hér og nú með því að semja.

Virðingarfyllst,
Foreldrar barna á Drafnarsteini í Reykjavík, Ársölum á Sauðárkróki, Holti í Reykjanesbæ og Leikskóla Seltjarnarness.

 

Skrifað er rafrænt undir á Ísland.is. 

 

Article Image
20. nóvember 2024

Foreldrar leikskólabarna styðja baráttu kennara

Foreldrar barna í Leikskóla Seltjarnarness, Drafnarsteini, Holti og Ársölum lýsa ótvíræðum stuðningi við kjarabaráttu kennara og rétt þeirra til að fara í verkfall. Foreldarnir hafa sent stuðningsyfirlýsingu til samningsaðila Kennarasambandsins í yfirstandandi kjaradeilu.

„Við, foreldrar barna í leikskólum í verkfalli, lýsum yfir ótvíræðum stuðningi við kjarabaráttu kennara og rétt þeirra til þess að fara í verkfall."

Svona hljóma upphafsorð stuðningsyfirlýsingar sem foreldrar barna á Drafnarsteini í Reykjavík, Ársölum á Sauðárkróki, Holti í Reykjanesbæ og Leikskóla Seltjarnarness hafa sent Kennarasambandinu. 

Stuðningsyfirlýsingin var jafnframt send borgarstjóra, bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, í Reykjanesbæ og á Sauðárkróki og ráðherra barna og menntamála. 

Félagsfólk KÍ í þessum leikskólum hefur verið í verkfalli síðan 29. október síðastliðinn. 

Foreldrarnir skora á Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og ríkið að binda enda á verkfallið með því að semja við Kennarasamband Íslands. „Það er enginn raunverulegur ávinningur af því að draga þessar samningaviðræður á landinn. Það er hins vegar mikill samfélagslegur ávinningur í bættum kjörum kennara," segir í yfirlýsingunni. „Börnin okkar eiga rétt á menntun og það er á ykkar ábyrgð að tryggja þann rétt. Þið getið bundið enda á verkfallið hér og nú með því að semja. 

Þá segja foreldrar að þótt verkfallið sé erfitt núna þá sé það hagur barnanna til lengri tíma að kennarar búi við boðleg starfskjör. 

 

Yfirlýsing foreldra í heild

19. nóvember 2024

Stuðningsyfirlýsing við kjarabaráttu kennara og áskorun til stjórnvalda að semja við KÍ

Við, foreldrar barna á leikskólum í verkfalli, lýsum yfir ótvíræðum stuðningi við kjarabaráttu kennara og rétt þeirra til þess að fara í verkfall.

Verkfallsaðgerðirnar sem byrjuðu 29. október s.l. vega þungt í hjörtum okkar allra. Leikskólinn er gífurlega mikilvægur liður í lífi barna og burðarstykki í félagsþroska þeirra. Þessar aðgerðir hafa áhrif bæði á börn og fjölskyldur, félagslega, sálfræðilega og fjárhagslega. Það er einlæg ósk okkar allra að verkfallinu ljúki snögglega og að börnin okkar geti komist aftur á leikskólann sinn.

Við vitum hins vegar að þessi ákvörðun, að leggja niður störf og loka skólum, er ekki tekin af léttúð. Við vitum að leikskólakennarar bera hag barna okkar fyrir brjósti, en við skiljum líka að KÍ ræðst í þessar aðgerðir vegna þess að kennarastéttin er komin að þolmörkum. Þessar aðgerðir eru þungbærar, en þær eru nauðsynlegar og þær eru lögmætar, eins og félagsdómur hefur úrskurðað. Við vitum líka að þótt verkfallið sé erfitt fyrir okkur núna, þá liggur hagur barnanna til lengri tíma í því að kennararnir þeirra búi við boðleg starfskjör.

Því viljum við hvetja kennara áfram í baráttu sinni fyrir bættum kjörum og hvetja til þess að verkfallsaðgerðir verði útvíkkaðar ef stjórnvöld eru ekki reiðubúin að bjóða ásættanlega samninga. Ef samningar nást ekki ætti KÍ að auka þrýstinginn á stjórnvöld og bæta við fleiri skólum, á öllum skólastigum, til að taka þátt í verkfallinu.

Þá viljum við skora á Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og ríkið að binda enda á verkfallið með því að semja við Kennarasamband Íslands. Það er enginn raunverulegur ávinningur af því að draga þessar samningaviðræður á langinn. Það er hins vegar mikill samfélagslegur ávinningur í bættum kjörum kennara. Það að kennarar verði metnir að verðleikum mun skila sér í öflugra menntakerfi. Börnin okkar eiga rétt á menntun og það er á ykkar ábyrgð að tryggja þann rétt. Þið getið bundið enda á verkfallið hér og nú með því að semja.

Virðingarfyllst,
Foreldrar barna á Drafnarsteini í Reykjavík, Ársölum á Sauðárkróki, Holti í Reykjanesbæ og Leikskóla Seltjarnarness.

 

Skrifað er rafrænt undir á Ísland.is.