Facebook
Facebook
Orlofsvefur
Orlofsvefur
EN
EN
Leit
Leit
ShapeCreated with Sketch.Mínar síður
Article Image
Myndin var tekin á Gay Pride í Reykjavík 2022.
05. október 2022

Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum

Árlegt Skólamálaþing skólamálaráðs KÍ fer fram á kennaradegnum, 5. október.

Uppfært 5.10. 2022 klukkan 15:26. Þingi frestað vegna rafmagnsleysis. 

Skólamálaráð efnir til árlegs Skólamálaþings á Alþjóðadegi kennara 5. október. Yfirskrift þingsins er Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum. Hinsegin málefni verða þungamiðja þingsins og koma fyrirlesarar úr mörgum áttum. 

Skólamálaþing verður haldið á Hótel Reykjavík Natura en því verður líka streymt á netinu – þannig að allir félagsmenn KÍ fái notið. Það er ánægjuefni að geta efnt til staðfundar en síðustu tvö árin hefur Skólamálaþing verið ögn minna í sniðum og einvörðungu á netinu. Ástæðuna þekkja væntanlega allir. 

Aðalfyrirlesari verður Íris Ellenberger, dósent á Menntavísindasviði HÍ. Gestafyrirlesarar verða Svandís Anna Sigurðardóttir, sérfræðingur á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar, og Tótla Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna '78.

Auk þess munu fulltrúar skólastiganna flytja ávörp. Jónína Hauksdóttir, varaformaður KÍ og formaður Skólamálaráðs, setur þingið.

Hlekkur á streymi frá þinginu

Kennaradagurinn 5. október

Alþjóðadagur kennara er haldinn hátíðlegur 5. október ár hvert. Stofnað var til kennaradagsins að frumkvæði UNESCO og Alþjóðasamtaka kennara (Education International) árið 1994. Markmið kennaradagsins hefur frá fyrstu tíð verið að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar gegna í heiminum – en um leið er dagurinn kjörinn til að efla samtakamátt kennara og huga vel að hvernig menntun barna og ungmenna verður best háttað í framtíðinni.

Hinsegin börn eru börn nefnist erindi Nóams Stefánssonar sem verður fulltrúi framhaldsskólanema á þinginu.

Dagskrá Skólamálaþings KÍ 2022

 

15:00 Setning Jónína Hauksdóttir, varaformaður KÍ
15:05 Ávarp Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
15:15 Hinseginvænir skólar: Ekki bara fornöfn og regnbogafánar Íris Elleneberg, dósent á Menntavísindasviði HÍ
15:35 Regnbogavottun: Öflugt tæki fyrir hinseginvænna skólastarf Svandís Anna Sigurðardóttir, sérfræðingur á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar
15:45 Fyrirmyndir fjölbreytileikans hjá fyrsta skólastiginu Sólrún Óskarsdóttir, skólastjóri í Brákarborg
15:55 Mikilvægi hinsegin fyrirmynda í skólastarfi Hafþór Óskarsson, kennari í Langholtsskóla
16:05 Hinsegin börn eru börn Nóam Stefánsson framhaldsskólanemi
16:15 Hinseginleikinn í tónlistarskólanum, er hann til?

Harpa Jóhannsdóttir, tónlistarkennari við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

Mara Birna Jóhannsdóttir, tónlistarnemi í Listaháskóla Íslands

16:25

Líðan hinsegin barna: Hvað getum við gert? Stuðningur við hinsegin börn og ungmenni.

Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna ´78
16:35 Þingslit Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ

 

Article Image
Myndin var tekin á Gay Pride í Reykjavík 2022.
05. október 2022

Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum

Árlegt Skólamálaþing skólamálaráðs KÍ fer fram á kennaradegnum, 5. október.

Uppfært 5.10. 2022 klukkan 15:26. Þingi frestað vegna rafmagnsleysis. 

Skólamálaráð efnir til árlegs Skólamálaþings á Alþjóðadegi kennara 5. október. Yfirskrift þingsins er Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum. Hinsegin málefni verða þungamiðja þingsins og koma fyrirlesarar úr mörgum áttum. 

Skólamálaþing verður haldið á Hótel Reykjavík Natura en því verður líka streymt á netinu – þannig að allir félagsmenn KÍ fái notið. Það er ánægjuefni að geta efnt til staðfundar en síðustu tvö árin hefur Skólamálaþing verið ögn minna í sniðum og einvörðungu á netinu. Ástæðuna þekkja væntanlega allir. 

Aðalfyrirlesari verður Íris Ellenberger, dósent á Menntavísindasviði HÍ. Gestafyrirlesarar verða Svandís Anna Sigurðardóttir, sérfræðingur á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar, og Tótla Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna '78.

Auk þess munu fulltrúar skólastiganna flytja ávörp. Jónína Hauksdóttir, varaformaður KÍ og formaður Skólamálaráðs, setur þingið.

Hlekkur á streymi frá þinginu

Kennaradagurinn 5. október

Alþjóðadagur kennara er haldinn hátíðlegur 5. október ár hvert. Stofnað var til kennaradagsins að frumkvæði UNESCO og Alþjóðasamtaka kennara (Education International) árið 1994. Markmið kennaradagsins hefur frá fyrstu tíð verið að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar gegna í heiminum – en um leið er dagurinn kjörinn til að efla samtakamátt kennara og huga vel að hvernig menntun barna og ungmenna verður best háttað í framtíðinni.

Hinsegin börn eru börn nefnist erindi Nóams Stefánssonar sem verður fulltrúi framhaldsskólanema á þinginu.

Dagskrá Skólamálaþings KÍ 2022

 

15:00 Setning Jónína Hauksdóttir, varaformaður KÍ
15:05 Ávarp Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
15:15 Hinseginvænir skólar: Ekki bara fornöfn og regnbogafánar Íris Elleneberg, dósent á Menntavísindasviði HÍ
15:35 Regnbogavottun: Öflugt tæki fyrir hinseginvænna skólastarf Svandís Anna Sigurðardóttir, sérfræðingur á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar
15:45 Fyrirmyndir fjölbreytileikans hjá fyrsta skólastiginu Sólrún Óskarsdóttir, skólastjóri í Brákarborg
15:55 Mikilvægi hinsegin fyrirmynda í skólastarfi Hafþór Óskarsson, kennari í Langholtsskóla
16:05 Hinsegin börn eru börn Nóam Stefánsson framhaldsskólanemi
16:15 Hinseginleikinn í tónlistarskólanum, er hann til?

Harpa Jóhannsdóttir, tónlistarkennari við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

Mara Birna Jóhannsdóttir, tónlistarnemi í Listaháskóla Íslands

16:25

Líðan hinsegin barna: Hvað getum við gert? Stuðningur við hinsegin börn og ungmenni.

Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna ´78
16:35 Þingslit Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ