is / en / dk

Sjóðurinn heitir Vonarsjóður FG og SÍ og er starfsþróunarsjóður Félags grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ).

Markmið sjóðsins er að auka tækifæri félagsmanna FG og SÍ til faglegrar starfsþróunar. Með faglegri starfsþróun er átt við að félagsmenn viðhaldi og auki sérfræðiþekkingu sína á sviði náms og kennslu.

Umsóknum og fylgigögnum er skilað rafrænt á Mínum síðum KÍ. Ef fylgigögn eru send í tölvupósti á sjodir@ki.is þarf að merkja þau með umsóknarnúmeri. Sama á við um ef fylgigögn eru sent í bréfapósti.

Kvittanir mega vera tólf (12) mánaða gamlar. Hægt er að sækja um styrk sex (6) mánuði fram í tímann og allt að tólf (12) mánuði aftur í tímann. Vottorð vegna lokinna ECTS eininga mega vera tólf (12) mánaða gamlar frá því að námsáfanga lýkur.

Ef, af einhverjum ástæðum, ekki er mögulegt að skila umsóknum á Mínum síðum þá er eyðublað hér.

Stjórn Vonarsjóðs FG og SÍ kemur að jafnaði saman annan hvern mánuð, í lok febrúar, apríl, júní, ágúst, október og desember og umsóknarfrestur rennur út 15. þess mánaðar sem fundur er haldinn. Vafamálum er vísað til stjórnar. Athugið einnig að allar umsóknir sem innihalda skólaheimsóknir þurfa að fara fyrir fund stjórnar.
 

STARFSFÓLK

Þjónustufulltrúar sjóða sjá um almenna afgreiðslu umsókna í sjóðinn. Vinsamlegast sendið póst á sjodir@ki.is.
 

STJÓRN

Hilmar Már Arason formaður Frá Skólastjórafélagi Íslands

Arna B. Kristmannsdóttir Frá Félagi grunnskólakennara

Rósa Harðardóttir Frá Félagi grunnskólakennara

Guðrún Edda Bentsdóttir Skipuð af atvinnurekendum

Klara E. Finnbogadóttir Skipuð af atvinnurekendum

 

 

Tengt efni