is / en / dk

Ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla hafa verið samþykkt á Alþingi. Með þeim er lögfestur hæfnirammi um menntun og hæfni kennara og skólastjórnenda, í takt við alþjóðlega þróun, sem lýsir betur þeirri hæfni sem kennarar þurfa að búa yfir til samræmis við þá ábyrgð sem felst í starfi þeirra. Við gildistöku laganna falla úr gildi lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 87/2008. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði laganna mun mennta- og menningarmálaráðherra skipa samráðshóp til að fjalla um framkvæmd og innleiðingu nýju laganna en í honum verða fulltrúar leik-, grunn- og framhaldsskóla, Kennarasambands Íslands, s...
Jafnréttisnefnd KÍ hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt. „Nefndin telur málflutning kennarans vera þess valdandi að grafa undan trausti nemenda og forráðafólks til kennara og skólakerfisins,“ segir orðrétt í ályktun nefndarinnar.  Ályktun jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands hljóðar svo:  Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands mótmælir málflutningi Helgu Daggar Sverrisdóttur grunnskólakennara í Kjarnanum 31. maí síðastliðinn um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara. Nefndin telur málflutning kennarans vera þess valdandi að grafa undan trausti nemenda og forráðafólks til kennara og skólakerfisins. Umræddur málflutningur e...
Sem fyrr er minnt á mikilvægi þess að lesa í sumarfríinu. Rannsóknir sýna að sumarfrí nemenda getur haft í för með sér ákveðna afturför í námi því fyrri þekking og færni gleymist sé henni ekki haldið við. Þessi afturför getur numið einum til þremur mánuðum á hverju sumri. Yngstu lesendurnir, nemendur í 1.-4. bekk, eru sérstaklega viðkvæmir fyrir sumaráhrifum en börn sem glíma við lestrarerfiðleika, búa við litla lestrarmenningu heima fyrir eða eiga annað móðurmál en íslensku, eru einnig í áhættuhópi. Börn eru mjög dugleg að viðhalda færni sinni og taka framförum hratt. Rannsóknir sýna að til þess að koma í veg fyrir afturför nægir að lesa að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í um það bil 15 mínútur í senn. Gott er að styðjast vi...
Þingsályktunartillaga um að efla íslensku sem opinbert mál hér á landi hefur verið samþykkt á Alþingi. Í tillögunni er fjallað um alls 22 aðgerðir sem því tengjast en meginmarkmið þeirra eru að íslenska verði notuð á öllum sviðum samfélagsins, að íslenskukennsla verði efld á öllum skólastigum ásamt menntun og starfsþróun kennara og að framtíð íslenskrar tungu í stafrænum heimi verði tryggð. Þingsályktunin hefur mörg og mikilvæg tengsl við skólastarf og má búast við að það hafi áhrif á skólastarf á öllum skólastigum. Má þar nefna áherslu á mikilvægi læsis og stuðning við þá sem hafa íslensku sem annað mál, en skipaður hefur verið verkefnahópur sem marka á heildarstefnu í málefnum nemenda með annað móðurmál en íslensku og þar á KÍ full...
Kennarasambandið er komið í sumargírinn og því verður Kennarahúsið lokað frá og með klukkan 15:00 alla föstudaga í sumar. Lokunin gildir frá og með deginum í dag, föstudeginum 7. júní 2019.
Félagsmönnun er vinsamlegast bent á að um kl. 14 í dag föstudag, verður unnið við uppfærslu á vefþjónustu í tölvukerfi KÍ. Mínar síður gætu því orðið óvirkar í örfáar mínútur um það leyti.  Ef þið lendið í vandræðum, lokið þá Mínum síðum og reynið aftur stuttu seinna.  
Úthlutun úr Rannsóknasjóði KÍ fyrir árið 2019 liggur nú fyrir. Alls bárust 48 umsóknir en til úthlutunar voru fimm milljónir króna. Þetta er fyrsta úthlutun sjóðsins en stofnað var til hans á 7. Þingi KÍ sem fram fór í apríl í fyrra. Markmið sjóðsins er veita styrki til rannsókna sem styðja við skólastarf og dagleg störf félagsfólks KÍ í skólum, þróa nýja fræðiþekkingu og stuðla að auknum gæðum í skólastarfi.    Styrkþegar Rannsóknasjóðs KÍ árið 2019 eru í stafrófsröð: Ármann Halldórsson hlýtur styrk að upphæð 650.000,- krónur fyrir verkefnið Lectio divina. Að þróa og prófa aðferðir við lestur helgirita sem kennsluaðferð í bókmenntum fyrir framhaldsskóla. Eva Harðardóttir hlýtur styrk að upphæð 1.000.000,- fyrir verkefni...
Orlofssjóður KÍ opnar næstkomandi þriðjudag, 4. júní kl. 18.00, fyrir bókarnir á eignum sjóðsins á tímabilinu 30. ágúst 2019 til 7. janúar 2020. Reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær,“ gildir.  Á sama tíma verður opnað fyrir bókanir í eina nótt í eignum Orlofssjóðs sumarið 2019. Aðrar „flakkaraeignir“ verða áfram með tveggja nátta lágmarksleigu í sumar.  Veturinn 2019-20 verður áfram bundin helgarleiga frá föstudegi kl. 16 til sunnudags kl. 18 í orlofshúsum okkar á Flúðum og Kjarnaskógi, enda hefur þetta fyrirkomulag mælst mjög vel fyrir hjá félagsmönnum. Sú breyting er gerð frá og með 30. ágúst 2019 að ekki er hægt að kaupa þrif í lok dvalar á Flúðum. Verið er að athuga hvort einkafyrirtæki á svæðinu muni taka lokaþrif að sér og ve...
Félag grunnskólakennara (FG), Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT), Félag leikskólakennara (FL), Félag stjórnenda leikskóla (FSL) og Skólastjórafélag Íslands (SÍ) hafa gert samkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga um sameiginlega viðræðuáætlun vegna komandi kjarasamninga. Formenn aðildarfélaganna fimm ásamt Ragnari Þór Péturssyni, formanni KÍ, skrifuðu undir samkomulagið í húsakynnum Sambandsins fyrr í dag.  Samkomulagið felur meðal annars í sér að aðilar komi saman til fundar í júní, kynni skipan samninganefnda og leggi fram helstu markmið og áherslur í komandi kjaraviðræðum. Ráðgert er að haga samningaviðræðum þannig að umræður um sameiginleg mál aðildarfélaga KÍ verði rædd milli samninganefndar Sambandsins ...
Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla fagnar tíu ára afmæli á næsta ári. Að því tilefni verður Nótan í sérstökum hátíðarbúningi þar sem öllum tónlistarskólum verður boðið að senda tónlistaratriði á allsherjar uppskeruhátíð í Hörpu þann 29. mars 2020. Yfirstjórn þykir við hæfi að sem flestir fagni þessum tímamótum og því er þemað að þessu sinni: hljómsveitir eða hópatriði. Gert er ráð fyrir að hámarks tímalengd atriða verði fimm mínútur og að smærri skólar geti sent eitt atriði en stærri skólar tvö. Einungis er hægt að gera ráð fyrir að eitt atriði frá hverjum skóla geti komið fram í Eldborgarsal Hörpu en þar sem um væri að ræða tvö atriði frá skóla myndi annað atriðið verða flutt í Hörpuhorninu. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag verð...