is / en / dk

Viðræðunefnd Kennarasambands Íslands og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga koma saman til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara síðdegis á morgun, miðvikudag. Endurskoðun viðræðuáætlunar er meðal þess sem rætt verður á fundinum.  Viðræðunefnd KÍ, sem er skipuð formönnum Félags grunnskólakennara, Félags leikskólakennara, Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Félags stjórnenda leikskóla, Skólastjórafélags Íslands, formanni KÍ og hagfræðingi KÍ hefur nýtt sumarið vel til að undirbúa komandi kjaraviðræður; unnið hefur verið að sameiginlegum hagsmunamálum félaganna sem og að sértækum málum aðildarfélaganna.  Fram undan eru fundir viðræðunefnda og samninganefnda aðildarfélaganna þar sem til umræðu verða sameiginle...
„Til að jafnréttissjónarmið verði eðlilegur hluti af skólastarfi og lífi nemenda þurfa kennararnir sjálfir að fá kennslu í kynja- og jafnréttisfræði.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi jafnréttisnefndar KÍ til rektora og stjórnenda Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands.  Jafnréttisnefnd fer fram á að kynjafræði verði skyldufag í kennaranámi. Þannig öðlist allir kennarar jafnréttisnæmi og geti stuðlað að markvissri jafnréttismenntun. Nefndin leggur áherslu á að jafnréttisnám bara og ungmenna sé mikilvægt alla skólagönguna. „Til að jafnréttissjónarmið verði eðlilegur hluti af skólastarfi og lífi nemenda þurfa kennararnir sjálfir að fá kennslu í kynja- og jafnréttisfræði. Því vill ...
Félag grunnskólakennara gefur nú annað árið í röð út Handbók grunnskólakennara. Verið er að pakka handbókinni og senda út samkvæmt þeim pöntunum sem hafa borist. Þeir sem ekki hafa pantað eintak geta haft samband við trúnaðarmann í viðkomandi skóla og fá þá bókina senda. „Handbókin gagnast okkar félagsmönnum vel og ljóst að þörfin er töluverð. Þetta er skemmtilegt verkefni sem við viljum halda á lofti enda auðveldar handbókin kennurum að skipuleggja skólaárið og halda utan um verkefnin. Nú erum við á fullu að koma út 2.500 bókum í skólana,“ segir Þorgerður L. Diðriksdóttir, formaður FG, sem var á fullu að pakka handbókinni í Kennarahúsinu í dag. Uppfært 26. ágúst 2019: Þar sem eftirspurn eftir Handbók grunnskólakennara er töluver...
Dómnefnd hefur tekið til starfa. Úrslit verða kynnt föstudaginn 4. október. Tilefni smásagnasamkeppninnar er Alþjóðadagur kennara, eða kennaradagurinn, sem haldinn er hátíðlegur hérlendis og um veröld alla 5. október. Þátttaka í keppninni hefur frá upphafi verið góð í flestum aldursflokkum og ljóst að börn og ungmenni búa yfir áhuga á skáldskap. Við hvetjum kennara á öllum skólastigum til að láta nemendur vita af keppninni og jafnvel má nýta hana í skólastarfinu.  Keppt er í fimm flokkum:  leikskólinn grunnskólinn 1. – 4. bekkur grunnskólinn 5. – 7. bekkur grunnskólinn 8. – 10. bekkur framhaldsskólinn Þema keppninnar er sem fyrr tengt skólanum en smásagnahöfundar hafa að sjálfsögðu frelsi í e...
Fagfélög listgreinakennara, Kennarasamband Íslands og Faghópur um skapandi leikskólastarf kynna málþing með nýdoktorum í listkennslu á Kjarvalsstöðum. Málþingið verður haldið fimmtudaginn 22. ágúst kl. 15:00 – 17:00. Þrír nýbakaðir doktorar á sviði listkennslu kynna rannsóknir sínar og erindi þeirra við samfélagið. Það er mikill fengur fyrir menntakerfið að nú hafi þrjár öflugar konur bæst í þann fámenna hóp sem útskrifast hefur með doktorspróf í listkennslu. Rannsóknir á þessu sviði eru undirstaða þróunar listgreina í skólakerfinu og eru öflugasta leiðin til að hafa áhrif á áherslur stjórnvalda í menntamálum. Með niðurstöðum rannsókna er sýnt fram á áhrif listgreina og mikilvægi þeirra. Fyrirlesarar: Ásthildur Jónsdó...
Handbók grunnskólakennara er í prentun þessa dagana. Trúnaðarmenn Félags grunnskólakennara munu taka niður nöfn þeirra sem vilja fá Handbókina.  Þetta er annað árið sem Félag grunnskólakennara gefur út Handbók fyrir sína félagsmenn. Kennarasambandið gaf árum saman út Handbók kennara en útgáfu þeirra bókar var hætt í kjölfar 7. þings KÍ sem fram fór 2016. Samþykkt var á þinginu að KÍ myndi hætta útgáfunni.  Handbók grunnskólakennara er einungis ætluð félagsmönnum grunnskólakennara. 
Síðasti fundur stjórnar Félags framhaldsskólakennara í formennskutíð Guðríðar Eldeyjar Arnardóttur var haldinn í gær. Guðríður hverfur til annarra starfa sem skólameistari MK og tekur Guðjón H. Hauksson, varaformaður FF, við sem formaður fram að formannskosningum sem verða haldnar í haust. Steinunn Inga Óttarsdóttir var jafnframt skipuð framkvæmdastjóri þar til nýr formaður hefur verið kjörinn. Stjórn FF hefur falið uppstillinganefnd FF og kjörstjórn að hlutast til um kosningu nýs formanns FF hið fyrsta. Kjörstjórn sendir nánari leiðbeiningar til félagsmanna og trúnaðarmanna. „Ég hef átt gott og gjöfult samstarf við forystu Félags framhaldsskólakennara og félagsmenn almennt alla. Ég hef haft óhemju gaman af þeim verkefnum sem ég ...
Kjarasamningar framhaldsskólakennara hafa verið lausir frá 31. mars sl. Í ljósi þess að ekki verður samið fyrir sumarleyfi undirritaði formaður Félags framhaldsskólakennara ásamt formanni Félags stjórnenda, framlengda viðræðuáætlun sem felur í sér 105.000 króna eingreiðslu til félagsfólks þann 1. ágúst nk.* Eingreiðslan er nokkurs konar innborgun á væntanlegar launahækkanir félagsmanna þar sem samningar hafa og munu tefjast um hálft ár í það minnsta. Þannig er upphæðin hluti fyrirhugaðra launabreytinga og gildistíma hins endurnýjaða kjarasamnings og verður metin sem hluti kostnaðaráhrifa hans. Samninganefnd FF taldi betra að ræða saman undir friðarskyldu og tryggja félagsmönnum þó að lágmarki þær launahækkanir sem samið var um á alme...
Fyrsti samningafundur Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram í húsakynnum Ríkissáttasemjara í júní. Á fundinum var meðal annars farið yfir „stóru myndina“ vegna komandi kjarasamninga, svo sem hvernig megi nálgast markmið um jöfnun launa á milli markaða, það er hins opinbera og hins almenna. Samkomulagi um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna fylgdi vilyrði um að laun milli markaða á tímabilinu 2016 til 2026. Þá skiptir máli hvernig viðræðum vindur fram um launaþróunartryggingu, vinnumarkaðsmál og Þjóðhagsráð.  Sameiginleg viðræðuáætlun fimm aðildarfélaga (Félags grunnskólakennara, Skólastjórafélags Íslands, Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla og Félags kennara og stjórn...
Samtök móðurmálskennara hafa opnað fyrir aðgang að tímaritinu Skímu á vefnum. Um er ræða tölublöð frá 2004 til 2018.  Skíma er málgagn Samtaka móðurmálskennara og kemur nú út einu sinni á ári, á haustmisseri. Skíma tekur við greinum og hvers kyns áhugaverðu efni sem erindi getur átt til móðurmálskennara. Skilafrestur er 1. ágúst ár hvert.  Efni skal komið til ritstjóra sem er Guðný Ester Aðalsteinsdóttir (). Auk ritstjórans eru þær Brynja Baldursdóttir, Helga Birgisdóttir og Guðjón Ragnar Jónasson í ritnefnd. Fjörutíu ára afmæli Skímu og Samtaka móðurmálskennara var fagnað með pompi og prakt í fyrra en fyrsta tölublaðið kom út 1978. Eldri blöð, en þau sem eru á vefnum, er hægt að lesa á bókasöfnum.