is / en / dk

Stór tíðindi berast nú úr ranni Orlofssjóðs Kennarasambands Íslands (OKÍ). Stjórn sjóðsins ákvað í október síðastliðnum að hefja söluferli húseigna sjóðsins við Sóleyjargötu 25 og 33. Á sama tíma hóf stjórn Orlofssjóðs, með samþykki stjórnar Kennarasambands Íslands, vinnu við að undirbúa kaup á nýjum orlofsíbúðum í Reykjavík. Stjórn OKÍ festi í dag kaup á tíu nýjum íbúðum í nýbyggðu fjölbýlishúsi við Vörðuleiti 2 í Reykjavík. Húsið er í nýju hverfi á reit Útvarpshússins við Efstaleiti. Stutt er i alla þjónustu enda Efstaleitið miðsvæðis í borginni; Kringlan og Borgarleikhúsið eru í göngufæri svo dæmi sé tekin.  Um er að ræða fjölbýlishús sem í eru tíu íbúðir; tvær þriggja herbergja íbúðir, sjö tveggja herbergja íbúðir og eina stú...
Efni ráðstefnunnar um hlutverk leiðsagnarkennara í norrænu skólakerfi, sem fram fór í húsi Menntavísindasviðs HÍ í síðustu viku, er nú aðgengilegt á netinu. Á annað hundrað manns, frá Norðurlöndunum og Eistlandi, sóttu ráðstefnunna og þótti hún takast vel í alla staði. Tilgangur ráðstefnunnar var að mynda vettvang til að leiðsögn við kennara og auka skilning og þekkingu á mikilvægi þess að kennarar fái markvissa leiðsögn í upphafi starfsferils. Þá var fjallað um þörfina á stefnumótun er kemur að leiðsögn og stuðningi við nýja kennara. Aðalfyrirlesarar voru: Hannu Heikkinen professor við Háskólann í Jyväskylä í Finnlandi – A Paradigme shift of Mentoring: From Apprenticeship towards Dialogue, Collaboration and Peer Learnin...
Félagsfólk í Félagi stjórnenda leikskóla lýsir yfir áhyggjum af stöðu stjórnenda leikskóla þar sem fáir eða engir leikskólakennarar leiða hið faglega starf. Þetta er inntak ályktunar sem var  samþykkt á fundi samráðsfundi FSL sem fór í síðustu viku.  Ályktunin hljóðar svo:  Samráðsfundur Félags stjórnenda leikskóla haldinn í Hveragerði 14. og 15. nóvember 2019. Samráðsnefnd FSL vill koma á framfæri áhyggjum sínum af stöðu stjórnenda leikskóla þar sem fáir eða engir leikskólakennarar eru í starfi til að leiða faglegt starf. Áhyggjur Félags stjórnenda leikskóla beinast að því að sömu kröfur eru gerðar til allra skólastjórnenda þó svo þeir séu einu leikskólakennararnir innan skólans sem hafa tilskilda menntun. Samkvæmt l...
Viðræðunefnd KÍ vegna kjarasamninga við sveitarfélögin, sem skipuð er formönnum þeirra aðildarfélaga sem semja við sveitarfélögin, auk formanns og hagfræðings KÍ, hélt stóran fund með samninganefndum félaganna fimm fyrr í vikunni. Félögin fimm eru Félag grunnskólakennara, Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Skólastjórafélag Íslands. Einnig sat formaður Félags framhaldsskólakennara fundinn. Á fundinum var farið yfir stöðu kjaramála almennt auk þess sem aðildarfélögin kynntu helstu áskoranir og áherslur hvert fyrir öðru. Segja má að rauði þráðurinn í málflutningi allra félaga sé að laun og kjör kennara og stjórnenda séu samkeppnishæf og sanngjörn auk þess sem tími og hvat...
Vegna bilunar á Mínum síðum nú í vikunni er opið fyrir þá sem enn eiga eftir að sækja um í Vísindasjóð FF og FS til miðnættis mánudagskvöldið 18. nóvember. A deildin opnar aftur 1. september 2020.
Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, átti fund í Kennarahúsinu með þeim Davíð Þorlákssyni og Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur frá Samtökum atvinnulífsins í morgun. Haraldur bauð þeim til fundar í tilefni af áherslum SA í menntamálum.  Formaður FL fór yfir áskoranir leikskólastigsins og það stóra verkefni sem leikskólastigið stendur frammi fyrir í komandi kjarasamningum. Fínar umræður sköpuðust á fundinum sem án efa verður grundvöllur frekara samtals.   
Sérstakur ráðgjafi og sáttasemjari hefur verið ráðinn til þess að miðla málum milli aðila að stofnanasamningi Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Guðjón Hreinn Hauksson, formaður FF, og Ægir Karl Ægisson, formaður FS, fagna þessu skrefi og vilja hrósa kennurum, stjórnendum og skólameistara skólans fyrir að halda fagmennskunni í forgrunni og gera nú aftur atlögu að samningum eftir erfiðar deilur. Um leið og formenn vona innilega að góður árangur hljótist af sáttaumleitunum ber líka að fagna því að líklega fer óvissu um stjórnun skólans á næsta skipunartímabili skólameistara að ljúka. Viðtöl við umsækjendur um stöðu skólameistara eru hafin. Upplýsingar um ráðningu næsta skólameistara FVA hljóta því að birtast fljótlega.     ...
Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, sendi Eyjólfi Árna Rafnssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins, bréf í tilefni skýrslu SA um áherslur í menntamálum. Í bréfi til samtakanna þakkar Ragnar Þór SA fyrir auðsýndan áhuga á menntamálum og hvetur þau til að horfa til stærri hagsmuna sem eru fjölskylduvænt samfélag.    Bréf Ragnars Þórs Péturssonar, formanns KÍ, til Samtaka atvinnulífsins: Samtök atvinnulífsins Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Borgartúni 35, 105 Reykjavík Kæri Eyjólfur, fyrir hönd Kennarasambands Íslands vil ég þakka Samtökum atvinnulífsins fyrir auðsýndan áhuga á menntamálum, sem nú síðast birtist í skýrslunni „Menntun og færni við hæfi“. Menntakerfið og atvinnulífið eru tvö af grund...
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafa í samvinnu við aðila menntakerfisins og Samband íslenskra sveitarfélaga  bundist samtökum um að veita Íslensku menntaverðlaunin. Verðlaunin voru veitt í tíð fyrri forseta frá árinu 2005 en hefur nú verið komið í ákveðinn farveg með samkomulagi milli þeirra sem að þeim standa. Skrifað var undir samkomulag um verðlaunin á Bessastöðum síðdegis í gær. Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ, skrifaði undir fyrir hönd kennarasamtakanna.  Markmið verðlaunanna er að vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi og auka veg menntaumbótastarfs. Forseti h...
Hægt er að fylgjast með ráðstefnunni Byrgjum brunninn, bjargráð og forvarnir á vef Netsamfélagsins. Hlekkur er Þá er bein útsending einnig á og Dagskrá  13:00 Setning Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambands Íslands  13:05 Streita og streitutengd vandamál. Nýjustu rannsóknir um orsakir, afleiðingar og úrræði. Prófessor INGIBJÖRG H. JÓNSDÓTTIR forstöðumaður, Institutet för stressmedicin, Gautaborg.  14:20 Kaffihlé  14:45 Tökum þetta á seiglunni - eða hvað? Ingibjörg Loftsdóttir sviðstjóri hjá VIRK  15:15 Að sníða sér stakk eftir vexti, draumavinnuumhverfi leikskólakennara Sigrún Hulda Jónsdóttir leikskólastjóri Heilsuleikskólanum Urðarhóli  15:25 Samvinna, ábyrgð, tillitsemi og traust Leifur Garðarsson skólast...