is / en / dk

  Þú í framtíðinni vilt að þú í nútíðinni lesir þessa grein og ég vona að þú gerir það. Í upphafi starfsævinnar eru lífeyrismál yfirleitt ekki efst í huga okkar. Mörgu ungu fólki finnst lífeyrismál óspennandi, flókin og leiðinleg. Upphaf lífeyristöku er í fjarlægri framtíð og þar af leiðandi okkur næstum óviðkomandi þegar við erum að stíga fyrstu skrefin á vinnumarkaði. En hvenær er þá eðlilegt að byrja að hyggja að lífeyristöku? Mörgum finnst að það hljóti að vera skömmu áður en farið er á lífeyri eða að minnsta kosti ekki mjög mörgum árum áður, hvað þá áratugum. Eftir að hafa svarað fyrirspurnum um lífeyrismál hér hjá KÍ síðastliðin ár hef ég oft hugsað um hvernig hægt væri að fá félagsmenn til þess að hugsa fyrr um lífeyrismál o...
Eins og svo margir í dag hef ég verið að rýna í fjárlagafrumvarp næsta árs. Þar er ég að glöggva mig á þeirri mynd sem er dregin af framtíð framhaldsskólans í þeirri von að eitthvað rofi til í rekstri þeirra. Því miður virðist ekki vera í farvatninu sá nauðsynlegi viðsnúningur sem þarf að eiga sér stað í rekstri skólanna frá því sem nú er. 400 milljóna viðbótarframlag til rekstrarins sem samið var um í kjarasamningunum í vor má sín lítils þegar annars staðar er skorið niður á sama tíma og gert ráð fyrir nemendafækkun langt umfram mannfjöldaspá.Þá er beinlínis talað um hagræðingu í frumvarpinu, með styttingu framhaldsskólanáms. Í frumvarpinu er vísað í Hvítbók eins og leiðarvísi inn í framtíðina. Fjárlagafrumvarp er rammpólitískt ...
  Síðustu misseri hefur Kennarasambandið unnið að því að auka og styrkja útgáfu sína. Í vor var tekin í notkun ný heimasíða sem þróuð verður áfram næstu mánuði. Einnig hefur upplýsingagjöf til félagsmanna einstakra aðildarfélaga verið efld í gegnum rafræn fréttabréf. Í dag stöndum við enn á tímamótum þegar Skólavarðan, málgagn KÍ, kemur í fyrsta sinn út sem rafrænn miðill. Félagsmenn geta nálgast blaðið í gegnum App á Apple Store og Google play en einnig í gegnum heimasíðu Kennarasambandsins á nokkrum mismunandi formum. Það á að tryggja að allir geti lesið blaðið á því rafræna formi sem þeim finnst þægilegast. Gert er ráð fyrir að blaðið komi út að fullu rafrænt fimm sinnum á skólaárinu og tvisvar til viðbótar bæði prentað og á raf...
  Í þeirri stefnu sem þing KÍ lagði sl. vor um fræðslumálin er m.a. lögð áhersla á að fræðslunefnd KÍ hafi annars vegar með höndum forystufræðslu fyrir kjörna fulltrúa í stjórnum, nefndum og ráðum KÍ og aðildarfélaga til að styrkja fólk í störfum sínum og hins vegar sameiginlega fræðslu fyrir trúnaðarmenn um hlutverk þeirra, helstu hagsmunamál stéttarinnar og það sem er ofarlega á baugi hverju sinni. Fræðslunefndin vinnur nú að undirbúningi þessa, en hana skipa Aðalheiður Steingrímsdóttir og Hafdís D. Guðmundsdóttir frá KÍ, Elín Anna Ísaksdóttir FT, Fjóla Þorvaldsdóttir FL, Guðbjörg Ragnarsdóttir FG, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir FF og Ingibjörg Kristleifsdóttir sem er fulltrúi allra stjórnendafélaganna (FS, FSL, SÍ). Markmiðið...
Tvær allmerkilegar skýrslur litu dagsins ljós nýlega. Annars vegar svokölluð Hvítbók og hins vegar Úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum. Í Hvítbók er því af nokkurri skynsemi haldið fram að til þess að ná settum markmiðum um bættan árangur í skólakerfinu skuli ráðast í fáar en markvissar aðgerðir. Í Hvítbók kemur fram að meðalnemandi lýkur stúdentsprófi á 4,1 ári og lokaprófi af starfsbrautum á 4,7 árum. Einungis 44% nemenda hafa lokið prófi úr framhaldskóla sex árum eftir innritun og hlutfall eldri nemenda í framhaldsskólum er hátt. Nemendur í dagskólum framhaldsskóla eru 30-40% fleiri en vera ætti miðað við fjölda í árgöngum á framhaldsskólaaldri. Það þýðir að námsframvinda nemenda í framhaldsskóla er hæg. Úttekt á stærðfræ...
Reykjavíkurborg hefur birt niðurstöður PISA 2012 úr skólum eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál sagði það skylt. Niðurstöður úr PISA og öðrum alþjóðlegum rannsóknum geta átt þátt í því að beina athygli okkar að sterkum hliðum íslensks skólakerfis og að ýmsum vanda. Þær geta verið tilefni til að spyrja vel ígrundaðra spurninga um hvernig við getum gert góðan grunnskóla enn betri. En PISA hefur margar takmarkanir. PISA er fyrst og fremst stöðumynd af hæfni 15 ára nemenda í einu landi til að svara tilteknum spurningum samanborið við nemendur í öðrum löndum og þetta gert á þriggja ára fresti. PISA gefur ekki svör við ástæðum munar á löndum á þeim sviðum sem mælingin tekur til. PISA tekur ekki tillit til markmiða skólastarfs í einstökum l...
Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis, Rekstrarstaða og reiknilíkan framhaldsskóla (febrúar 2014), kemur meðal annars fram að rekstrarstaða framhaldsskólanna hafi versnað mjög á síðustu árum og halli myndast hjá flestum þeirra. Ennfremur kemur fram í skýrslunni að þar sem fjárlög ársins 2014 miða við að heildarfjárveiting til málaflokks framhaldsskóla lækki um 3,1% frá árinu 2013 sé fyrirséð að vandi skólanna muni enn aukast á þessu ári ef ekkert verður að gert. Orðrétt segir í skýrslunni: „Mikilvægt er að [mennta- og menningarmála]ráðuneytið bregðist tafalaust við bágri rekstrarstöðu framhaldsskólanna og stuðli með skýrri stefnu og forgangsröðun að auknu samræmi milli fjárveitinga og þeirrar þjónustu sem skólarnir eiga að ve...
Í fréttum var um daginn greint frá nýafstöðnum kosningum í Norður-Kóreu. Þetta virtust hafa verið góðar og friðsamlegar kosningar og úrslitin ánægjuleg, alla vega var fólkið á sjónvarpsskjánum hið brosmildasta. Ekki er verið að flækja málin að óþörfu þarna austur frá, það er einn í kjöri í hverju kjördæmi og leiðtoginn sömuleiðis. Enda ríkir gríðarleg ánægja með hann, eins og sést á því að hann fékk glimrandi kosningu, 100%, og því engin ástæða til að hafa fleiri í kjöri. Það myndi bara auka kostnað og valda óþarfa argaþrasi. Nei, það er miklu skilvirkara, ódýrara og þægilegra að sem fæstir séu að vafstra í ákvarðanatöku fyrir fjöldann, sem venjulega hefur heldur ekki kynnt sér málin nægilega vel til að taka réttar og skynsamlegar ákvarð...
Björg Bjarnadóttir, varaformaður KÍ, hefur fyrir hönd Kennarasambands Íslands sent Jafnréttisstofu eftirfarandi bréf vegna veggspjalds sem nú er dreift í skólum.    Jafnréttisstofa Bt. Kristínar Ástgeirsdóttur Borgum við Norðurslóð 600 Akureyri   Efni: Athugasemdir Kennarasambands Íslands (KÍ) við veggspjald sem er til dreifingar í skólum. Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur sem gerir það að verkum að konur og karlar vinna að mestu leyti með fólki af sama kyni. Staðalmyndir kynjanna hefta valfrelsi stúlkna og drengja þegar kemur að náms- og starfsvali og gera það að verkum að of fáar konur eru sýnilegar í valda- og virðingastöðum og fáir karlar í uppeldis- og umönnunarstörfum. Staðalmyndirnar þarf að r...
„Ég er framhaldsskólakennari. Ég hef lokið háskólanámi frá þremur mismunandi skólum í jafn mörgum löndum. Nú þegar allt bendir til þess að ég sé á leiðinni í verkfall í fyrsta skipti, er ansi líklegt að það verði líka í síðasta skipti. Ég fór nefnilega í greiðslumat,“ svo hefst grein Agnesar Óskar Valdimarsdóttur sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi. Agnes Ósk segir í greininni að hún hafi farið í bankann á dögunum til að kanna hver greiðslugeta hennar væri ákveddi hún að kaupa 80 fermetra íbúð. „Mánaðargreiðslur af LÍN-lánum er um 23 þúsund krónur á mánuði. Afborganir af bílaláni sem ég er með er um 25 þúsund á mánuði. Á framhaldsskólakennaralaunum er greiðslumatið mitt 0–20 þúsund krónur á mánuði. Ég hló. Ég veit ég er á lágum...