is / en / dk

Ný stjórn Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum var kjörin á aðalfundi félagsins sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 10. nóvember. Sigrún Grendal gaf ein kost á sér í embætti formanns og var þar af leiðandi sjálfkjörin.  Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn félagsins og varastjórn á aðalfundinum:   STJÓRN FT OG VARASTJÓRN Stjórn FT skipa auk formanns: Aron Örn Óskarsson, Ingunn Ósk Sturludóttir, Vilberg Viggósson og Örlygur Benediktsson.   Varastjórn skipa: Árni Sigurbjarnarson, Jón Gunnar Biering Margeirsson og Þórarinn Stefánsson.   SAMNINGANEFND FT Á aðalfundi félagsins skal kjósa þrjá fulltrúa sem ásamt stjórn félagsins mynda samninganefnd. Eftirtaldir þrír fulltrúar...
Kanadískt skólafólk er í heimsókn hérlendis til að kynna sér íslenskt skólastarf. Nánar tiltekið er hópurinn frá Alberta í Kanada og í hópnum eru nemendur, kennarar og skólastjórar. Heimsóknin er hluti af ALICE, Alberta – Iceland International Research Partnership. Hópurinn situr fund í dag ásamt fulltrúum Íslands og grundvallarspurning fundarins er hvernig alþjóðlegt samstarf geti gert skóla að betri stað. Eftir samræður íslensku nemendanna og þeirra kanadísku var niðurstaðan sú að íslenskir skólar eru fjölbreyttir og taka ríkulegt tillit til ólíkra þarfa nemenda. Kennarar eru góðir og vinalegir og taka mark á skoðunum nemenda og það sem ekki síst skipti máli, þeir standa við bakið á nemendum. Það sem helst mætti bæta væri að ta...
Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum heldur aðalfund félagsins laugardaginn 10. nóvember 2018. Fundurinn fer fram í Galleríi Hótel Reykjavík og stendur frá klukkan 13:00 til 15:30.  Dagskrá fundarins er eftirfarandi:  Hefðbundin aðalfundarstörf Kl. 13:00 Setning: Sigrún Grendal, formaður FT Kosning starfsmanna fundarins Skýrsla stjórnar Ársreikningar félagsins Lagabreytingar (engar lagabreytingar liggja fyrir fundinum) Kosning nýrrar stjórnar Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara Kosning þriggja fulltrúa í samninganefnd (sbr. 16. gr. laga FT) Önnur mál Stjórnarskipti  Kaffi og með því Sérstakt umræðuefni á aðalfundi FT 2018 ...
Skrifstofa Kennarahúss verður opnuð kl. 11 föstudaginn 2. nóvember, en fyrr um morguninn er starfsmannafundur.    
Félag grunnskólakennara hefur ákveðið að gefa félagsmönnum KÍ kost á að fá Handbók grunnskólakennara 2018 á meðan birgðir endast. Félagsmenn geta nálgast handbókina í Kennarahúsinu næstu daga.  Félag grunnskólakennara tók þá ákvörðun að gefa Handbók grunnskólakennara út eftir að 7. Þing KÍ, sem fram fór í apríl á þessu ári, ákvað að hætta með öllu útgáfu Handbókar kennara en sú bók hafði komið út á vegum sambandsins um langt árabil. 
Konur, sem starfa í Kennarahúsinu, ganga út klukkan 14:55 í dag, miðvikudaginn 24. október, vegna kvennafrís. Konur í Reykjavík munu fylkja liði og mæta til samstöðufundar á Arnarhóli undir kjörorðinu Breytum ekki konum, breytum samfélaginu.  Síðastliðið ár hafa frásagnir kvenna af áreitni, ofbeldi og misrétti á vinnustöðum undirstrikað að brýnt sé að tryggja öryggi kvenna og jaðarsettra hópa á vinnumarkaði. Nú er nóg komið, konur eiga að vera óhultar heima og óhultar í vinnu! Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 ...
Samninganefnd sveitarfélaga (SNS) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndin gerir athugasemdir við efni ályktana sem voru samþykktar á ársfundi Skólastjórafélags Íslands (SÍ) 13. október síðastliðinn.  Ársfundur SÍ gerði í ályktun alvarlegar athugasemdir við störf og viðhorf SNS þegar kemur að starfsumhverfi og launakjörum stjórnenda í grunnskólum. „Ljóst er að skólastjórnendur hafa á undanförnum árum dregist verulega aftur úr í launum í samanburði við sambærilegar stéttir samkvæmt tölum Hagstofu Íslands," segir meðal annars í ályktun ársfundar SÍ.  Þá mótmælti ársfundur SÍ því harðlega að starfsreynsla kennara við kennslu væri ekki metin þegar þeir væru ráðnir í stjórnendastörf í grunnskólum og aukinheldur mótmælti ársfundu...
Aðgerðarleysi menntayfirvalda í málefnum tónlistarskóla er farið að standa eðlilegri þróun skólastarfs fyrir þrifum. Koma þarf forgangsmálum tónlistarskóla í farveg innan menntamálaráðuneytisins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem samþykkt var á sex svæðisþingum tónlistarskóla sem fóru fram nýverið. Forgangsmál í kerfi tónlistarskólanna eru eftirfarandi: endurskoðun á frumvarpi til nýrra laga um tónlistarskóla, nefnd um mat á menntun og prófgráðum kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, lögverndun starfsheitis tónlistarskólakennara, endurskoðun aðalnámskrár tónlistarskóla og sérfræðingur á sviði tónlistar/lista hjá ráðuneytinu. Þessi mál skipta öll sköpum fyrir faglega og rekstrarl...
Ársfundur Skólastjórafélags Íslands, sem fram fór í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í morgun, mótmælir því harðlega að framhaldsmenntun skólastjórnenda skuli ekki metin til jafns við undirmenn þeirra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktunum ársfundarins.  Þá mótmælir ársfundurinn því harðlega að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skuli ekki meta starfsreynslu við kennslu þegar kennarar eru ráðnir til stjórnunarstarfa í grunnskólum. „Sérstaklega er þetta athyglisvert í ljósi þess, að við ráðningar í störf skólastjórnenda í grunnskólum, er kennslureynsla ávallt talin kostur eða skilyrði. Í ljósi þessa er það algjörlega óásættanlegt að starfsreynsla við kennslu skuli ekki metin sem ávinningur við launaröðun þegar ken...
  Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, kl. 15:30 undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! Síðastliðið ár hafa frásagnir kvenna af áreitni, ofbeldi og misrétti á vinnustöðum undirstrikað að brýnt sé að tryggja öryggi kvenna og jaðarsettra hópa á vinnumarkaði. Nú er nóg komið, konur eiga að vera óhultar heima og óhultar í vinnu! Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–1...