is / en / dk

Undanþágunefnd grunnskóla fyrir skólaárið 2017-2018 samþykkti 40,8% fleiri umsóknir en árið áður, þetta kemur fram á vef Menntamálastofnunar. Teknar voru til afgreiðslu 434 umsóknir og af þeim voru 383 samþykktar. Umsóknum hefur fjölgað jafnt og þétt frá skólaárinu 2012-2013, en eru þó enn tæplega helmingur þess sem tíðkaðist fyrir skólaárið 2007-2008.  Athygli vekur að hlutfall einstaklinga sem fá undanþágu án þess að vera með starfsreynslu við kennslustörf hefur farið hækkandi nokkur síðustu ár og er nú ríflega helmingur samþykktra umsókna eða 54,3%. Flestir einstaklingar hafa fengið undanþágu til almennrar kennslu eða 48,3%. Meirihluti umsókna eru vegna einstaklinga á aldursbilinu 31-40 ára eða 48,2%. Bráðabirgðatölur liggja n...
Skrifstofa Kennarasambandsins verður lokuð frá klukkan 15 í  dag.    
Félagsmenn KÍ eru hvattir til að kynna sér réttindi varðandi desember-, orlofs- og annaruppbót. Um mismunandi upphæðir er að ræða eftir kjarasamningum en allar upplýsingar má finna á heimasíðu KÍ.   
Kennarafélög Menntaskólans í Kópavogi, Menntaskólans við Sund og Menntaskólans að Laugarvatni mótmæla hugmyndinni um að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennara óháð skólastigum. Kennaranám byggir á því að auka hæfi og getu kennara til að kenna á hverju skólastigi fyrir sig og það þjónar ekki hagsmunum nemenda að gefa út eitt leyfisbréf. Ályktun Kennarafélags Menntaskólans að Laugarvatni Félagsfundur Kennarafélags Menntaskólans að Laugarvatni, haldinn 26. nóvember 2018, mótmælir hugmyndum um að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennara óháð skólastigum, þ.e. á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Félagið telur að þessar hugmyndir séu ekki til þess fallnar að hagsmunir nemenda séu hafðir í fyrirrúmi. Vegið sé að faglegum for...
Kennarafélag Menntaskólans við Hamrahlíð mótmælir harðlega hugmyndum um eitt leyfisbréf fyrir kennara óháð skólastigum. Þetta kemur fram í áskorun félagsins og krefst það þess að fagleg sérhæfing verði virt og að tryggt verði að nemendur hljóti alltaf bestu mögulega menntun. Áskorun Kennarafélags Menntaskólans við Hamrahlíð til mennta- og menningarmálaráðherra. Kennarafélag Menntaskólans við Hamrahlíð mótmælir harðlega hugmyndum um eitt leyfisbréf fyrir kennara óháð skólastigum. Leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólar eiga það sameiginlegt að þar fer fram menntun. Hún er hins vegar með afar ólíku sniði og krefst sérþekkingar á hverju stigi fyrir sig.  Kennarafélag MH krefst þess að fagleg sérhæfing verði virt. Tryggja skal a...
Félagsmenn Kennarasambands Íslands eru góðfúslega beðnir að taka þátt í netkönnun um vef sambandsins. Könnunin hefur verið send í tölvupósti til félagsmanna.  Unnið er að miklum endurbótum á vef KÍ og liður í því er að leita til allra félagsmanna um viðhorf og skoðanir á hvað megi betur fara. Markmiðið með endurgerð vefsins er enda að veita félagsmönnum KÍ enn betri þjónustu í framtíðinni og setja upplýsingar þannig fram að auðvelt sé að nálgast þær.  Það tekur ekki langan tíma að svara könnuninni og vonum við að sem flestir gefi sér tíma til þátttöku. .  Netkönnunin verður opin til hádegis þriðjudaginn 27. nóvember nk. Ef spurningar vakna er hægt að senda tölvupóst á.       
Í kjölfar umræðu um áherslur Reykjavíkurborgar í málefnum leikskóla þar sem fjölga á plássum og taka börn fyrr inn í leikskóla hafa margar spurningar vaknað. „Við hjá Félagi leikskólakennara höfum bent á að skynsamlegt væri að hægja á vexti leikskólastigsins og taka ekki inn yngri börn á meðan kraftur verði settur í nýliðun stéttarinnar,“ segir Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara. Hjá Reykjavíkurborg er hlutfall leikskólakennara sem starfa við uppeldi og menntun tæplega 30%, en það hlutfall er einnig meðaltal allra sveitarfélaga. Samkvæmt lögum 87/2008 eiga að lágmarki 2/3 hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum að hafa leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi eða 66,66%.  „Fyrir fimm milljarða gæ...
Í framhaldi af fréttum vikunnar þar sem umræða hefur verið um fjölgun leikskólarýma vekur stjórn Félags stjórnenda leikskóla athygli á stöðu fagmenntunar í leikskólum landsins. Lögum samkvæmt skulu leikskólar hafa að lágmarki 2/3 hluta starfsmanna með leyfisbréf til leikskólakennslu.  Staðreyndin í dag er sú að eingöngu 1/3 hluti starfsfólks í leikskólum landsins hefur tilskilin réttindi. Dæmi eru um að skólar hafi aðeins einn leikskólakennara, það er skólastjórinn sem er eini starfandi fagmenntaði aðilinn. Því miður eru einnig allmörg dæmi um skóla þar sem deildarstjórar hafa ekki leyfisbréf til kennslu í leikskóla.  Stjórn Félags stjórnenda leikskóla vill árétta við rekstraraðila leikskóla að hlúa að faglegu starfi leikskól...
„Að setja kennslu á öllum skólastigum undir sama hatt með einu leyfisbréfi rýrir gildi kennaramenntunar á öllum skólastigum og gerir lítið úr þeirri sérþekkingu sem felst í starfi kennara." Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem var samþykkt á félagsfundi Félags framhaldsskólakennara sem fram fór í Fjölbrautaskólanum við Ármúla nú síðdegis. Efni fundarins var útgáfa leyfisbréfa til kennslu og fyrirhugaðar breytingar á þeim.  Í ályktun fundarins er þeirri eindregnu afstöðu jafnframt lýst að „núverandi lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008 verði virt hvað varðar útgáfu leyfisbréfa til kennslu.“ Þá er ráðherra menntamála hvattur til að bjóða fulltrúum féla...
Félag kennara Menntaskólans í Reykjavík mótmælir harðlega öllum hugmyndum um að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennara óháð skólastigum, þ.e. leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félagsins og telur það mikilvægt að huga að þörfum og nauðsynjum hvers skólastigs fyrir sig og álítur hugmyndir um eitt leyfisbréf fyrir öll skólastig gjörsamlega óverjandi ef hafa eigi hagsmuni nemenda í fyrirrúmi. Með hugmyndunum sé alvarlega vegið að faglegum forsendum hvers skólastigs fyrir sig, sem og þeim grundvallarmannréttindum nemenda að tryggja þeim bestu fáanlegu menntun á hverju skólastigi. Síðar í dag, mánudag, boðar stjórn Félags framhaldsskólakennara til almenns félagsfundar um hugmynd mennta- og menningarmá...