is / en / dk

Kennarafélag Menntaskólans á Egilsstöðum mótmælir harðlega hugmyndum um eitt leyfisbréf fyrir kennara óháð skólastigum. Þetta kemur fram í áskorun félagsins og krefst það þess að fagleg sérhæfing verði virt og að hagsmundir nemenda verði hafðir að leiðarljósi.   Áskorun Kennarafélags Menntaskólans á Egilsstöðum Kennarafélag Menntaskólans á Egilsstöðum mótmælir harðlega hugmyndum um að gefið verði út eitt leyfisbréf fyrir alla kennara. Ólík skólastig krefjast ólíkrar nálgunar. Kennaramenntun í landinu miðast við þrj ólík skólastig. Framhaldsskólakennarar hafa nauðsynlega sérkþekkingu í sínum fögum til að kenna námsgreinar miðað við námsefni og kröfur til nemenda á framhaldsskólastigi. Það er í meira lagi undarlegt að sérþe...
Nánasta umhverfi Kennarahússins tekur breytingum í dag þegar Gömlu Hringbraut verður lokað endanlega að hluta. Lokunin nær frá Laufásvegi í vestri að innkeyrslu á bílastæði Landspítalans í austri. Þá verður hluta Gömlu Hringbrautar, fyrir neðan Einarsgarð, lokað tímabundið eða til 8. mars næstkomandi. Umferð verður beint um Vatnsmýrarveg og hægt verður að komast þaðan upp á Laufásveg og Barónsstíg.  „8. febrúar markar viss tímamót í uppbyggingu nýs meðferðarkjarna Landspítala við Hringbraut. Mikilvægt er að almenningur kynni sér vel þær breytingar sem verða á akstri bæði einkabíla og strætisvagna um svæðið í nálægð við Landspítala," segir Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri NLSH.  Breytingar verða á akstri strætisvagna vegna framkvæm...
Orðsporið 2019 – hvatningarverðlaun veitt á Degi leikskólans – kemur í hlut Seltjarnarnesbæjar þetta árið. Seltjarnarnesbær hlýtur verðlaunin fyrir að vera það sveitarfélag sem þykir hafa skarað fram úr við að bæta starfsaðstæður og starfskjör leikskólakennara umfram kjarasamning. Efnt var til hátíðarhalda í leikskólanum Brákarborg við Brákarsund í morgun. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra Seltjarnarness, Orðsporið 2019. Börnin á Brákarborg skemmtu gestum með fallegum söng.  Skólamálanefnd Félags leikskólakennara gerði nýverið könnun meðal allra sveitarfélaga landsins þar sem spurt var um atriði á borð við aukinn undirbúningstíma, tölvukost, styttingu vinnuviku...
Bjarkey Sigurðardóttir, nemandi í leikskólanum Jötunheimum á Selfossi, bar sigur úr býtum í ritlistarsamkeppninni Að yrkja á íslensku sem Kennarasambandið efndi til í tilefni Dags leikskólans. Bjarkey tók við viðurkenningu úr hendi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á samkomu í leikskólanum Brákarborg í Reykjavík í morgun. Verðlaunaljóð Bjarkeyjar ber titilinn Sumar. Sumar Sumar er sólblítt, gaman er þá. Að dansa í sumarkjólnum og borða snakk.    Umsögn dómnefndar: Haglega samið ljóð í ætt við ferskeytlu að formi og fjallar um þá tilfinningu þegar sumarið hellist yfir mann af fullum þunga. Orðið „sólblítt“ er ljóðrænt og sérstaklega skemmtilegt og bendir til myndrænnar og skapandi hugsunar ljóðskáldsins.  Önnur...
Nefnd forsætisráðherra um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga leggur til ýmsar breytingar um hvernig staðið verði að söfnun, vinnslu og birtingu launaupplýsinga hér á landi. Lagt er til að tekinn verði upp vettvangur um samráð á milli aðila í aðdraganda kjarasamninga, svipað og tíðkast í Noregi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nefndarinnar. Oddur S. Jakobsson, hagfræðingur KÍ, sat í nefndinni fyrir hönd Kennarasambandsins en auk hans áttu sæti fulltrúar forsætisráðuneytis, ríkissáttasemjara, velferðarráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, BSRB, BHM, ASÍ, Hagstofu Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands. Þá er í skýrslunni að finna Drög að samkomulagi ...
Líðan nemenda er almennt góð skv. rannsókn á vegum Rannsóknastofu í tómstundafræðum Háskóla Íslands. Um 90% nemenda svara að þeim líði þokkalega eða mjög vel í skólanum en um 10% nemenda segjast ekki líða vel í skólanum. Niðurstöður rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema sem unnin er að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (e. WHO) byggja á svörum rúmlega 7.000 íslenskra nema.  Um 81% nemenda í 6. bekk og 65% í 10. bekk telja að kennurum sé annt um sig sem er jákvæð niðurstaða og treysta langflestir kennara sínum og virðist það eiga við nemendur í öllum landshlutum.  Í rannsókninni var spurt um líkamsrækt og hreyfingu og flestir nemendur í öllum aldurshópum hreyfa sig reglulega en þó dregur úr hreyfingu með h...
Ríflega eitt hundrað ljóð, sögur og textar bárust frá leikskólabörnum, víðsvegar af landinu, í samkeppninni Að yrkja á íslensku. Um er að ræða ritlistarsamkeppni meðal leikskólabarna sem nú er haldin í fyrsta skipti og tilefnið er . Samkeppnin er liður í í haust. Þá var ákveðið að setja móðurmálið í forgang og vinna að verndun og eflingu þess. Það styttist í Dag leikskólans en honum er fagnað 6. febrúar ár hvert og hefur svo verið gert síðustu ellefu árin. Sjötti febrúar er merkisdagur í sögu leikskólans en á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín hér á landi.  Dómnefndar bíður nú ærið en ánægjulegt verkefni við að lesa og rýna í hið frjóa og flotta framlag leikskólabarnanna sem tóku þátt. Ú...
Mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Kennarahúsið í dag ásamt samstarfsfólki úr ráðuneytinu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra kynnti sér fjölbreytta starfsemi Kennarasambands Íslands og heilsaði upp á starfsfólk. Eftir ferð um húsið tók við fundur með formanni og varaformanni KÍ þar sem farið var yfir það sem efst er á baugi innan sambandsins.  Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að umræða um menntamál sé lifandi og töluvert var rætt um leiðir til að auka enn frekar aðsókn í kennaranám. Mikil ánægja var með heimsókn ráðherra enda hefur samstarfið verið farsælt undanfarið.      
Blásið hefur verið til samkeppni meðal leikskólabarna í tilefni sem haldinn verður hátíðlegur, venju samkvæmt, 6. febrúar næstkomandi. Verkefnið er að „yrkja á íslensku“ á hvaða formi sem hentar leikskólabörnum best. Hægt er að senda ljóð, vísur, sögur og svo framvegis – efnistök eru frjáls.  Samkeppnin er liður í sem Kennarasamband Íslands hratt af af stað á Alþjóðadegi kennara á liðnu hausti. Þá var ákveðið að setja móðurmálið í forgang og vinna að verndun og eflingu þess.  Dómnefnd skipa Haraldur Freyr Gíslason, Sigrún Birna Björnsdóttir og Steinunn Inga Óttarsdóttir.  Veitt verða þrenn verðlaun fyrir bestu textana á Degi leikskólans.  Skilafrestur er til 18. janúar 2019. Netfang samkeppninnar er   Lesið um Dag l...
Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins þriðjudaginn 6. febrúar. Þetta er í tólfta skipti sem haldið er upp á daginn en sjötti febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólakennarar, stjórnendur leikskólanna og starfsfólk er hvatt til að halda upp á daginn með einhverjum hætti. Margir leikskólar hafa opið hús og eða vekja athygli á frábæru starfi leikskólanna með öðrum hætti. Allir sem koma að málefnum leikskólans á einn eða annan hátt, eru hvattir til að halda Degi leikskólans á lofti og fylgjast vel með starfsemi leikskólanna þennan dag. Auk þess sem leikskólar um allt land gera starf sitt sýnilegt. ...