Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, sendi Eyjólfi Árna Rafnssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins, bréf í tilefni skýrslu SA um áherslur í menntamálum. Í bréfi til samtakanna þakkar Ragnar Þór SA fyrir auðsýndan áhuga á menntamálum og hvetur þau til að horfa til stærri hagsmuna sem eru fjölskylduvænt samfélag.
Bréf Ragnars Þórs Péturssonar, formanns KÍ, til Samtaka atvinnulífsins:
Samtök atvinnulífsins
Eyjólfur Árni Rafnsson formaður
Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Kæri Eyjólfur,
fyrir hönd Kennarasambands Íslands vil ég þakka Samtökum atvinnulífsins fyrir auðsýndan áhuga á menntamálum, sem nú síðast birtist í skýrslunni „Menntun og færni við hæfi“. Menntakerfið og atvinnulífið eru tvö af grund...