is / en / dk

28. Nóvember 2019

Christer Holmlund hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Norrænu kennarasamtakanna (NLS) frá vordögum 2020. Holmlund er formaður Finnska-sænskumælandi kennarasambandsins (Finlands svenska lärarförbund – FSL) sem er hluti af Finnska kennarasambandinu (OAJ). Holmund hefur gegnt formennsku í FSL síðan 2014, þar áður var hann ritari og umboðsmaður sama félags og þar áður skólastjóri og kennari í Grankulla í Finnlandi. 

Fráfarandi framkvæmdastjóri, Anders Rusk, er mörgum félögum KÍ kunnugur enda hefur hann sótt Ísland heim nokkrum sinnum. Rusk mætti til síðasta þings KÍ sem fram fór 2018. Hann hefur verið framkvæmdastjóri NLS síðan 2010 en fer á eftirlaun næsta vor. Rusk var í áhugaverðu viðtali við Skólavörðuna árið 2015. 

Þá verða einnig formannsskipti í NLS um áramótin. Olli Luukkainen lýkur sínu kjörtímabili og við formennsku tekur Steffen Handal, formaður Norska kennarasambandsins. 

Norrænu kennarasamtökin (Nordiska Lärarorganisationers Samråd) eru samstarfsvettvangur norrænna stéttarfélaga kennara á öllum skólastigum. Í NLS eru átján stéttarfélög með um 600 þúsund félaga í Danmörku, Færeyjum, Íslandi, Finnlandi, Grænlandi, Noregi og Svíþjóð. Eitt meginhlutverk samtakanna er að stuðla að þróun skólamála og auka vegsemd kennarastarfsins í samfélaginu. 

Vefur NLS.

 

Tengt efni