is / en / dk

21. Nóvember 2019

Stór tíðindi berast nú úr ranni Orlofssjóðs Kennarasambands Íslands (OKÍ). Stjórn sjóðsins ákvað í október síðastliðnum að hefja söluferli húseigna sjóðsins við Sóleyjargötu 25 og 33. Á sama tíma hóf stjórn Orlofssjóðs, með samþykki stjórnar Kennarasambands Íslands, vinnu við að undirbúa kaup á nýjum orlofsíbúðum í Reykjavík.

Stjórn OKÍ festi í dag kaup á tíu nýjum íbúðum í nýbyggðu fjölbýlishúsi við Vörðuleiti 2 í Reykjavík. Húsið er í nýju hverfi á reit Útvarpshússins við Efstaleiti. Stutt er i alla þjónustu enda Efstaleitið miðsvæðis í borginni; Kringlan og Borgarleikhúsið eru í göngufæri svo dæmi sé tekin. 

Um er að ræða fjölbýlishús sem í eru tíu íbúðir; tvær þriggja herbergja íbúðir, sjö tveggja herbergja íbúðir og eina stúdíóíbúð.

Kaupverð hússins er 449 milljónir og er verkefnið nú að koma íbúðum í útleigu til félagsmanna sem allra fyrst.

Upplýsingar um íbúðirnar og hvenær útleiga hefst verða birtar á vef KÍ og á Orlofsvefnum, um leið og þær liggja fyrir. 

 

Hér sést nýja húsið og nálægð þess við Útvarpshúsið. 

 

 

 

Tengt efni