is / en / dk

03. September 2019

Kennarasamband Íslands, fyrir hönd Félags leikskólakennara, hefur gert samkomulag við leikskólann Aðalþing í Kópavogi (Sigöldu ehf) um endurskoðun viðræðuáætlunar vegna komandi kjarasamninga. Samkvæmt samkomulaginu er stefnt að undirritun nýs kjarasamings fyrir 31. desember 2019. 

Samkomulagið felur jafnframt í sér að starfsfólk fái eingreiðslu að upphæð 105 þúsund krónur fyrir tímabilið frá lokum síðasta síðasta samnings til ársloka. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall. 

Eingreiðslan verður greidd út 1. nóvember næstkomandi. Starfsfólk í fæðingarorlofi fær einnig eingreiðslu. Það er sameiginlegur skilningur aðila að eingreiðslan sé hluti fyrirhugaðra launabreytinga á gildistíma endurnýjaðra kjarasamninga og verði metin sem hluti af kostnaðaráhrifum þeirra.

Formlegum kjaraviðræðum er frestað fram í nóvember.  

 

Tengt efni