is / en / dk

02. September 2019

Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu fyrr í dag samkomulag um endurskoðaða viðræðuáætlun vegna komandi kjarasamninga. Formlegum viðræðum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga er frestað fram í október en stefnt er að undirritun nýrra kjarasamninga fyrir 30. nóvember næstkomandi. 

Samkomulagið felur í sér að starfsmenn í fullu starfi fái eingreiðslu að upphæð 105 þúsund krónur fyrir tímabilið frá lokum síðustu samninga fram til nóvemberloka 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall. Hún verður greidd út 1. nóvember næstkomandi. Það er sameiginlegur skilningur aðila að eingreiðslan sé hluti fyrirhugaðra launabreytinga á gildistíma endurnýjaðra kjarasamninga og verði metin sem hluti af kostnaðaráhrifum þeirra. 

Allir félagsmenn Félags grunnskólakennara, Félags leikskólakennara, Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Félags stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélags Íslands njóta eingreiðslunnar. Félagsmenn þessara aðildarfélaga sem eru í fæðingarorlofi fá einnig framangreinda eingreiðslu.

 

 

 

 

Tengt efni