is / en / dk

21. Maí 2019

Alls bárust 48 umsóknir í Rannsóknasjóð Kennarasambands Íslands. Rannsóknasjóðurinn er nýr af nálinni en stofnað var til hans á síðasta þingi KÍ, sem fram fór í apríl í fyrra. Umsóknarfrestur rann út í gær. 

Markmið sjóðsins er að veita styrki sem styðja við skólastarf og dagleg störf félagsmanna í KÍ. Heildarstyrkupphæð er fimm milljónir króna og hámarksstyrkur er 1,5 milljón króna. 

Sjóðstjórn mun nú fara yfir umsóknirnar og verður tilkynnt um úthlutun um næstu mánaðamót. 

Nánar um Rannsóknasjóð KÍ. 

Tengt efni