is / en / dk

17. Maí 2019

Marta Sigurðardóttir hefur tekið við formennsku í Félagi kennara á eftirlaunum. Aðalfundur félagsins fór fram í apríl en þá hættu þau Sigurlín Sveinbjarnardóttir, Guðrún Ólafía Samúelsdóttir og Pétur Bjarnason í stjórn félagsins. 

Aðalstjórn FKE er svo skipuð: Marta Sigurðardóttir formaður, Guðmundur B. Kristmundsson og Kristín Ísfeld (kosin til tveggja ára). Halldór Þórðarson og Guðrún Erla Björgvinsdóttir voru kosin í aðalstjórn til eins árs. Í varastjórn eiga sæti Gunnlaugur Dan Ólafsson og Valborg Elísabet Baldvinsdóttir. 

FKE er öflugt félag og í fréttabréfi félagsins eu kynntar tvær spennandi sumarferðir; annars vegar í Stykkishólm í júlí og um Norðurland í ágúst. 

Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu FKE. Það er einnig að hægt að skrá sig í félagið. 

 

Tengt efni