is / en / dk

15. Maí 2019

Þjónustusvið sjóða Kennarasambands Íslands vill koma eftirfarandi á framfæri við félagsmenn:

Vegna fjölda umsókna í endurmenntunar- og sjúkrasjóði KÍ, er afgreiðslutími umsókna sem stendur að meðaltali um 3 vikur.

Ef umsókn þarf að fara fyrir næsta fund stjórnar verður hún, ásamt fylgiskjölum, að berast í gegnum mínar síður fyrir:

  • 20. maí vegna Vonarsjóðs FG/SÍ
  • 22. maí vegna vegna Vísindasjóðs FL/FSL.
  • 31. maí vegna Starfsmenntunarsjóðs FT.

Afgreiðsla umsókna eftir fundi getur tekið 2-3 vikur.

Afgreiðslutími Vísindasjóðs FF/FS er óbreyttur. 

Við vekjum athygli félagsmanna á breyttum símatíma og afgreiðslu sjóða KÍ sumarið 2019:

  • Símatími þjónustufulltrúa í sjúkra-, orlofs- og endurmenntunarsjóðum Kennarasambands Íslands verður frá klukkan 13:00 til 16:00 frá og með fimmtudeginum 16. maí til og með 12. júlí næstkomandi.
  • Formleg sumarlokun Kennarahússins hefst mánudaginn 15. júlí og stendur venju samkvæmt í þrjár vikur. Skrifstofa KÍ verður opnuð á nýjan leik að morgni þriðjudagsins 6. ágúst.
  • Þjónustufulltrúar munu eftir bestu getu afgreiða allar umsóknir, sem berast fyrir 15. júní, áður en sumarlokun hefst.
  • Hægt verður að hafa samband við Orlofssjóð á meðan á sumarlokun stendur. Símatími verður alla virka daga frá klukkan 9:00 til 12:00, í síma 595 1170.
     

Frá Orlofssjóði vegna gjafabréfa WOW air:
Stjórn Orlofssjóðs Kennarasambands Íslands (OKÍ) hefur undanfarið verið að kanna stöðu félagsmanna vegna gjafabréfa WOW air og verið að reyna að fá aðgang að gögnum sem þeim tengjast frá slitastjórn WOW air. Svar barst frá slitastjórn þess efnis að þessi gögn verði ekki aðgengileg OKÍ og af þeim sökum getur OKÍ ekki aðhafst frekar að svo komnu máli.

Stjórn OKÍ vill benda á að handhafar ónotaðra gjafabréfa, sem og þeir sem nýtt hafa bréfin til kaupa á farmiðum sem ekki var unnt að nýta, geta lýst yfir almennri kröfu í bú WOW air. Stjórn OKÍ bendir þeim félagsmönnum einnig á að halda utan um öll gögn/tölvupósta í tengslum við kaup á gjafabréfunum og flugmiðum.

 

Tengt efni