is / en / dk

23. Apríl 2019

 

Kennarasamband Íslands hvetur félagsmenn til að sýna samstöðu og mæta á baráttufundi og kröfugöngur á alþjóðlegum baráttudegi launafólks 1. maí. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er Jöfnum kjörin – samfélag fyrir alla. 

Baráttufundir og kröfugöngur verða haldnar um land allt og hvetur KÍ félagsmenn til að kynna sér dagskrá í sinni heimabyggð og taka þátt. Samtakamátturinn skiptir alltaf máli.

KÍ kemur formlega að hátíðarhöldum í Reykjavík, á Selfossi og Akureyri.

Í Reykjavík verður safnast saman á Hlemmi klukkan 13:00. Kröfugangan leggur af stað klukkan 13.30 og verður gengið niður Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og endað á Ingólfstorgi þar sem útifundur hefst klukkan 14:10. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika tónlist í göngunni. 

Reykjavík
ÚTIFUNDUR Á INGÓLFSTORGI

 • GDRN
 • Ávarp: Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags
 • GDRN
 • Ávarp: Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB
 • Bubbi Morthens
 • Samsöngur: Maístjarnan og Internatsjónalinn
 • Fundarstjóri: Þórarinn Eyfjörð

Öll dagskrá verður táknmálstúlkuð. 

Félagsmönnum KÍ er boðið að þiggja kaffiveitingar á Grand Hótel Reykjavík að göngu lokinni eða klukkan 15. 

Akureyri

Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið klukkan 13:30 og lagt verður af stað við undirleik Lúðrasveit Akureyrar klukkan 14:00. 

Hátíðardagskrá í Hofi að lokinni kröfugöngu

 • Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna – Jóhann Rúnar Sigurðsson, formaður FMA
 • Aðalræða dagsins – Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands

Skemmtidagskrá

 • Örn Smári Jónsson syngur frumsamin lög
 • Svenni Þór og Stefánía Svavars syngja lög úr myndinni A star is born

Hátíðardagskrá lýkur með sameiginlegum söng á Maístjörnunni undir stjórn Svenna og Stefaníu
Kaffiveitingar að lokinni dagskrá                               

1. maí á Facebook

UPPLÝSINGAR UM DAGSKRÁ VÍÐA UM LAND

 

 

 

Tengt efni