is / en / dk

23. Apríl 2019

Rannsóknasjóður Kennarasambands Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki og er umsóknarfrestur 20. maí 2019. 

Stofnað var til Rannsóknasjóðsins á 7. þingi KÍ, sem var haldið 10. til 13. apríl 2018, og er markmið sjóðsins að veita styrki til rannsókna sem styðja við skólastarf og dagleg störf félagsmanna KÍ í skólum, þróa nýja fræðiþekkingu sem félagsmenn KÍ hafa þörf fyrir og stuðla að auknum gæðum í skólastarfi. 

Stjórn sjóðsins hefur sett fram áherslusvið fyrir skólaárið 2019 til 2020, samkvæmt 8. grein reglna Þróunarsjóðs KÍ, og skulu þau beinast að: 

  • Daglegu starfi félagsmanna, viðfangsefnum sem spretta úr daglegri önn skólastarfsins
  • Breytilegu hlutverki menntunar
  • Nýjum viðfangsefnum, áherslum og starfsaðferðum

Heildarstyrkupphæð verður 5 milljónir króna og er það í samræmi við samþykkt síðasta þings. Hámarksstyrkupphæð verður samkvæmt ákvörðun sjóðsstjórnar 1,5 milljón króna. Umsóknarfrestur er sem fyrr segir 20. maí næstkomandi og skal úthlutun lokið 1. júní 2019. 

Nánar um Rannsóknasjóð KÍ.

Hægt verður að sækja um styrk á Mínum síðum á KÍ-vefnum innan skamms. Fyrirspurnir skal senda til Önnu Maríu Gunnarsdóttur, varaformanns KÍ, í netfangið anna@ki.is

 

 

Tengt efni