is / en / dk

22. Nóvember 2018

Í framhaldi af fréttum vikunnar þar sem umræða hefur verið um fjölgun leikskólarýma vekur stjórn Félags stjórnenda leikskóla athygli á stöðu fagmenntunar í leikskólum landsins.

Lögum samkvæmt skulu leikskólar hafa að lágmarki 2/3 hluta starfsmanna með leyfisbréf til leikskólakennslu. 

Staðreyndin í dag er sú að eingöngu 1/3 hluti starfsfólks í leikskólum landsins hefur tilskilin réttindi. Dæmi eru um að skólar hafi aðeins einn leikskólakennara, það er skólastjórinn sem er eini starfandi fagmenntaði aðilinn. Því miður eru einnig allmörg dæmi um skóla þar sem deildarstjórar hafa ekki leyfisbréf til kennslu í leikskóla. 

Stjórn Félags stjórnenda leikskóla vill árétta við rekstraraðila leikskóla að hlúa að faglegu starfi leikskóla með því að gæta þess að bjóða ekki upp á þjónustu umfram getu þ.e. að gæta að hlutfalli fagmenntaðra, fjölda barna í rýmum, lengd dvalartíma og að aðstæður barna séu í samræmi við aldur og þroska þeirra.
 

Tengt efni