is / en / dk

06. Febrúar 2014

Verkefnið Okkar mál – samstarf um menningu, mál og læsi í Fellahverfi hlýtur Orðsporið 2014. Jón Gnarr borgarstjóri afhenti Þorbjörgu Þorsteinsdóttur verkefnisstjóra, Nichole Leigh Mosty, leikskólastjóra í leikskólanum Ösp, og Halldóru B. Gunnlaugsdóttur, leikskólastjóra í Holti, viðurkenninguna við hátíðlega athöfn í Hannesarholti í dag, á Degi leikskólans.

Okkar mál hefur það að meginmarkmiði að auka samstarf skóla í Fellahverfi og stofnana í Breiðholti með það að leiðarljósi að efla félagslegan jöfnuð, námsárangur og vellíðan barna í hverfinu.

Samstarfsaðilar í Okkar mál-verkefninu eru Fellaskóli, Leikskólinn Holt, Leikskólinn Ösp, Miðberg, Rannsóknarstofa um þroska, mál og læsi – Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Þjónustumiðstöð Breiðholts.

Alls bárust 28 tilnefningar til Orðsporsins 2014 en viðurkenningin var nú veitt í annað sinn. Valnefnd var skipuð formanni kynningarnefndar, formanni FSL, formanni FL, fulltrúum úr menntamálaráðuneytinu, frá Heimili og skóla og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42