is / en / dk

Gylfi Zoega vann skýrslu fyrir forsætisráðherra um þjóðhagslegt umhverfi kjarasamninga á komandi vetri. Gylfi bendir á að launakjör almennings í landinu hafi batnað á undanförnum árum. Hagvísar sýna að ráðstöfunartekjur þjóðarinnar hafa hækkað og kaupmáttur aukist síðustu ár. Nú er kaupmáttur reyndar nálægt því sem hann var á hápunkti uppsveiflunnar fyrir hrun. Launahækkanir almennings árið 2015 voru allnokkrar enda óumdeilt að hækkun var löngu tímabærar í kjölfar þeirra þrenginga sem almenningur mátti þola á árunum eftir hrun. Hækkanir urðu ekki til að auka verðbólgu þar sem útflutningsgreinarnar báru þungann með sterku gengi krónunnar, auk fjölgunar erlendra ferðamanna og fleiri jákvæðra hagrænna þátta. Gylfi bendir á að í aðdr...
Í skólastarfi er haustið dásamlegur tími. Nú streyma börn af öllum stærðum inn í skólana og þar taka á móti þeim kennarar sem munu leiða þau áfram menntaveginn. Það er vissulega ekki alltaf í tísku meðal barna að lýsa því yfir að þeim þyki skólinn skemmtilegur en í langflestum þeirra býr tilhlökkun vegna skólabyrjunar, þótt það sé stundum í leyni. Flest hlakka þau bara heilmikið til. Hið sama gildir um starfsfólkið. Mig langar að nota þessi tímamót til að óska okkur öllum góðs gengis í verkunum í vetur. Enn fremur langar mig að minna okkur á mikilvægi þess að passa upp á hvert annað. Í vetur munu kennarar í öllum skólagerðum og á öllum skólastigum upplifa álag og jafnvel mikla erfiðleika á stundum. Álagið getur farið úr böndunum ...
Helgi Seljan, fjölmiðlamaður, birti á dögunum mynd af tæplega fjörutíu ára gömlu svarbréfi frá Útvarpsstjóra til Samtakanna 78. Bréfið er svar við ósk samtakanna um útvarpsauglýsingu. Starfsfólk Ríkisútvarpsins treysti sér ekki til að setja auglýsinguna í loftið þar sem fyrir koma orðin „hommi“ og „lesbía“ og töldu það andstætt almennu velsæmi. Þessari tilraun homma og lesbía til að vera sýnileg í samfélaginu er mætt með andstöðu. Þau mega sjást, en þá bara sem „félagsmenn“.   Stökkvum nú tuttugu ár fram í tímann. Sara Dögg Svanhildardóttir útskrifast sem kennari. Í viðtölum við aðra samkynhneigða kennara kemur fram að öll telja þau mikilvægt að hinsegin kennarar séu sýnilegir í skólastarfinu. En öll upplifa þau feluleik. ...
Það er í raun ótrúlegt að Ísland hafi orðið fullvalda árið 1918. Þjóðin var í sárum. Áratugirnir á undan höfðu einkennst af ítrekuðum harðindum og landflótta. Árin á undan hafði heimsbyggðin öll borist á banaspjót þar sem tæplega 150 Íslendingar eða börn þeirra létu lífið á vígvöllunum. Síðustu mánuðina fyrir fullveldistökuna hafði samfélagið lamast í tvígang, fyrst vegna kulda og síðar vegna ægilegrar drepsóttar. Það er óhætt að segja að lemstruð þjóð hafi gengið fram á völlin til fullveldis. Það er nefnilega ekki svo að Ísland hafi orðið fullvalda í krafti þess sem landið var. Það var miklu frekar í krafti þess sem það gæti orðið. Og kannski ennfremur – í krafti þess sem það vildi ekki verða. Ég held það sé ekki tilviljun að stærst...
Í byrjun síðasta skólaárs voru fréttamiðlar fullir af fréttum af mönnunarvanda leikskólanna. Ekkert bendir til annars en að staðan verði svipuð ef ekki verri í upphafi næsta skólaárs. Vandinn var mest áberandi í Reykjavík og ekki mun áætlun borgarinnar að taka inn yngri nemendur minnka vandann. Þær aðgerðir sem Reykjavíkurborg ætlar í til að bæta starfsumhverfi starfsfólks leikskóla, auka rými barna, fjölga starfsfólki á elstu deildum, auka við undirbúningstíma og fleira getur þó haft jákvæð áhrif á ráðningar fyrir komandi skólaár. Í skýrslu OECD frá júní 2017 um stöðu leikskólamála er meðal annars bent á að íslensk börn eru methafar í viðveru í leikskóla og starfsfólk leikskóla methafar í viðveru með börnum. Til að bæta leikskól...
Íslendingar hafa löngum verið áhugasamir um skoðanir þeirra sem koma til Íslands utan úr heimi og frasinn: „How do you like Iceland?“ hefur verið notaður til að lýsa þorsta landans fyrir viðurkenningu heimsins. Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem ég las grein í nýjasta tímariti Uppeldis og menntunar eftir Helgu Guðmundsdóttur, Geir Gunnlaugsson og Jónínu Einarsdóttur sem bar heitið: „Allt sem ég þrái“: menntun og skólaganga barna sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Greinin fjallar um rannsókn sem lýsir og greinir upplifun og reynslu barna og foreldra sem leita alþjóðlegar verndar á Íslandi af menntun og skólagöngu hérlendis. Og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. er ákaflega áhugaverð og dregur vel fram styrkleika íslenska skóla...
Í dag 19. júní minnumst við þess þegar konur fengu kosningarétt árið 1915. Og þá bara konur yfir fertugt. Jafnt og þétt en mishratt hafa konur barist fyrir fullum réttindum og stöðu í samfélaginu til jafns við karla. Staðan í dag er nokkurn veginn þannig að okkur konum eru allir vegir færir til jafns við karla hvað varðar grundvöll hins formlega regluverks sem felst í lögum og reglum samfélagsins. En óskráðu reglurnar, hefðirnar og staðalmyndirnar eru enn hindrun á svo margan hátt. Samkvæmt þeim óskráðu reglum eru karlar enn í forréttindastöðu í íslensku samfélagi. Ekkert endilega af því þeir byggja víggirðingar um forréttindi sín, heldur fyrst og fremst vegna þess að við öll, ómeðvitað höfum dregið línu í sandinn um ýmis gildi sem e...
Nú eru 10 ár síðan lög um menntun og ráðningu kennara allra skólastiga (87/2008) tóku gildi. Í 21. grein laganna er beinlínis gert ráð fyrir að útgefin leyfisbréf til kennslu verði sveigjanleg á milli skólastiga. Þannig segir í lögunum að leikskólakennarar fái leyfisbréf til kennslu í yngstu bekkjum grunnskólans og framhaldsskólakennarar fái leyfisbréf til kennslu í unglingadeildum. Grunnskólakennarar eiga svo að fá heimild til kennslu elstu nemendum leikskólans og grunnáfanga framhaldsskólanna. Svona eru lögin. Þrátt fyrir það er útgáfa leyfisbréfa óbreytt frá því fyrir gildistöku menntalaganna 2008 og veita þau ekkert svigrúm til kennslu þvert á skólastig. Það er ekki boðlegt því lög ber að virða. Kennaraskortur blasir við í gr...
Sjötti júní var sérlegur gleðidagur í menntamálum hér á landi. Þá voru afhentar, við hátíðlega athöfn, viðurkenningar til framúrskarandi kennara í hátíðarsal Háskóla Íslands. Gríðarlegur fjöldi hafði skilað inn tilnefningum um kennara sem með fagmennsku sinni og manngæsku höfðu markað spor í sálarlíf nemenda sinna fyrir lífstíð. Þetta var fallegur dagur og falleg athöfn. Áður en viðurkenningarnar voru veittar voru haldin nokkur stutt erindi um málefni barna og unglinga. Þar kom til dæmis í ljós að meginástæða þess dæmalausa árangurs sem orðið hefur í forvörnum hér á landi er virkari þátttaka foreldra í lífi barna sinna. Í öðru erindi var sagt frá nýsköpun í skólakerfinu. Sagt var frá börnum um allt land sem kennt hafði verið að grein...
Katarzyna Wozniewska er einn þeirra nemenda við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem kynnti meistaraverkefni sitt á dögunum. Hún ákvað að rannsaka nokkuð sem í raun er orðið að grundvallarspurningu í íslensku samfélagi. Sjálf átti hún von á barni með íslenskum manni og þar sem hún er pólsk að uppruna skipti það hana töluverðu máli að ígrunda það málumhverfi sem barnið skyldi alast upp í. Hún vill að barnið verði tvítyngt og tali bæði íslensku og pólsku. Í rannsókn hennar kom í ljós að viðhorf til tungumáls skiptir gríðarlega miklu máli við máltöku. Þess eru dæmi að foreldrar af erlendum uppruna ákveði hreinlega að kenna börnum sínum ekki hið erlenda mál af félagslegum ástæðum. Katarzyna benti á merkilega staðreynd í þessu samhengi. ...
Kæra sveitarstjórnarmanneskja! Mig langar að byrja á að óska þér til hamingju með kjörið og þakka þér fyrir að bjóða þig fram. Það er ekki sjálfgefið að fólk gefi kost á sér til ábyrgðarstarfa og þau verkefni sem þú hefur tekið að þér eru bæði stór og mikilvæg. Megi þér farnast sem best í starfi. Þú stendur frammi fyrir stórum áskorunum. Húsnæðismál, atvinnumál, skipulagsmál og umhverfismál eru nokkur þeirra mikilvægu verkefna sem brýnt er að sinnt verði af miklum krafti næstu árin. Mig langar samt að tala aðeins við þig um menntamál. Alla þessa öld hafa sveitarfélögin borið ábyrgð á stórum hluta menntakerfisins hér á landi. Þann tíma hefur margt breyst til batnaðar. Annað hefur gengið verr. Nú, þegar þú tekur þér sæti í stjó...
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra skrifaði færslu á fésbókina þar sem hún brást við áskorun um að skýra afstöðu sína til kröfu grunnskólakennara (sem enn eru samningslausir) um bætt kjör. Færslan er svona í heild sinni: Í máli hennar kemur fram að grunnskólakennarar og sveitarfélögin verði að ná góðum samningum og skapa verði sátt. Þá sé nauðsynlegt að kjör kennara séu samkeppnisfær hvort sem miðað er við sérfræðinga á opinberum eða almennum markaði. Það er gott að menntamálaráðherra skuli taka virkan þátt í umræðu um þessi mál. Sagan hefur sýnt okkur að það er ekki sjálfgefið. Þá undirstrika orð Lilju nokkuð skýrt þann ásetning að hér á landi þurfi að byggja upp öfluga stétt vel menntaðs fagfólks við kennslu. Það verðu...
Nú líður að lokum skólaársins og styttist í skólaslit. Þeim fylgir alltaf ákveðin tilhlökkun í skólastarfi. Þá er ákveðnum áfanga náð um leið og hugsun margra og verkefni eru farin að snúast um skipulag næsta skólaárs. Svona er starf skólastjórnenda fjölbreytt og krefjandi, alltaf nýjar áskoranir. Á þessu vori bregður svo við að skólastjórnendur eru farnir að finna áþreifanlega fyrir þeirri vöntun á kennurum með leyfisbréf sem hefur verið fyrirséð um nokkurt skeið og áhyggjuefni hvernig manna á suma skóla á komandi hausti. Þetta á ekki síður við um lausar stöður stjórnenda sem freista ekki reyndra kennara í dag, bæði vegna launa og starfsumhverfis stjórnenda. Þá er það mjög alvarlegt mál að dæmi eru um stjórnendur sem ákveðið hafa að...
Menntamálaráðherra virðist ósammála grunnskólakennurum um að hækka þurfi laun þeirra verulega ef marka má fréttir í gærkvöldi. Í öllu falli virðist ráðherrann ósammála því að stórsókn í menntamálum sé marklítil án aðgerða til að bæta kjörin. Ég held að nauðsynlegt sé að menntamálaráðherra skýri afstöðu sína betur. Ég man ekki betur en að ráðherrann hafi sjálfur kallað eftir þjóðarsótt um bætt kjör kennara. Þess vegna hryggir það mig að sjá yfirlýsingu frá forystu grunnskólakennara um hið sama mætt með þessum hætti. Þjóð, sem upp úr aldamótum stóð ekki frammi fyrir neinum fyrirsjáanlegum kennaraskorti, horfir nú fram á það að meira en helmingur menntaðra grunnskólakennara getur ekki hugsað sér að vinna í grunnskólum, fjöldamargir aðri...
Þegar við stofnuðum Félag stjórnenda leikskóla og ég var kosinn formaður var ég alveg með það á hreinu að starfskraftar mínir myndu nýtast til valdeflingar stéttarinnar og leikskólastarfs almennt. Ég held ég hafi haldið að við myndum í krafti mikilvægi okkar vera falið að stjórna landinu. Loksins myndu rekstraraðilar skilja mikilvægi okkar og kjarasamningarnir, maður lifandi. Nú yrði þetta almennilegt. Ég efast stundum um að það hafi verið nokkurt gagn í mér. En þegar ég fór að taka til í tölvunni minni, hef verið að því mánuðum saman án árangurs af því að það er svo margt sem rifjast upp, sé ég að það er svo margt að skoða þannig að eitthvað hefur nú verið gert þó að draumarnir hafi verið stærri en árangurinn. Kreppan var reynda...
Margt er kennurum vitlausara en að lesa hundrað ára gamlar greinar um skólamál. Það getum við auðveldlega gert því Landsbókasafn Íslands hefur gert þær margar aðgengilegar á vef sínum. Prentmáli síðustu aldar hefur að verulegu leyti verið bjargað. Við slíkan lestur áttar maður sig fljótt á því að það sem hugsað er um menntamál í dag er, í öllum meginatriðum, það sama og hugsað var fyrir heilli öld. „Það er auðvitað, að blaðið mun af fremsta megni styðja að umbótum að kjörum kennara. Það er einhver allra brýnasta nauðsynin. En kennurum má ekki heldur gleymast það, hverjar skyldur þeir hafa tekið á sig með því einu að gefa kost á sér í kennslu. Kjörin eru ill. En kennslan má ekki fara eftir kaupinu.“ Þetta skrifaði Jón Þórarinsson ...
John Steinbeck skrifaði einu sinni: „Það er alkunna að vandamál sem óleysanleg voru að kvöldi leysast farsællega að morgni eftir að nefnd svefnsins hefur tekið þau til meðferðar.“ Svefn er vanmetinn. Hann er ekki andstæða þess að lifa, hann er ein (og mjög mikilvæg) mynd þess. Ef upphaf skóladags miðaði við algengustu svefnþarfir barna væru yngri börn að hefja störf milli hálf níu og níu, unglingar myndu byrja um miðjan morgun og framhaldsskólinn byrjaði ekki fyrr en ellefu, hálf tólf. Þessi munur stafar af náttúrulegri dægursveiflu líkamans. Þetta, og fleira, var til umræðu í erindi Ernu Sifjar Arnardóttur í hádegisfundaröð Háskóla Íslands um aðstæður barna og ungmenna í íslensku samfélagi. Börn og fullorðnir bregðast ekki eins ...
Síðustu 100 ár hafa mikilvægar framfarir orðið á íslenskum vinnumarkaði. Flestar þeirra eða allar hafa orðið fyrir tilstilli verkalýðshreyfingarinnar. Stéttarfélögin sinna ráðgjöf og semja um laun og önnur starfskjör og gæta hagsmuna félagsfólks síns á vinnumarkaði með almennri réttindavörslu. Fjölmargar úrbætur sem nú þykja sjálfsagðar hafa verið gerðar á íslensku vinnuumhverfi fyrir tilstilli verkalýðshreyfingarinnar. Sem dæmi má nefna almannatryggingakerfið, samningsrétt, uppsagnarfrest, fæðingarorlof, vinnuvernd og orlofsrétt. Eins má nefna að árið 1957 varð Ísland fyrst Norðurlandanna til að binda jafnrétti í lög og afnema sérlega launataxta kvenna. Alþjóðlegur baráttudagur launafólks ber í ár yfirskriftina: Sterkari saman. Það ...
„Það er erfitt að blómstra ef maður hefur ekki umhverfi.“ Þannig komst ung móðir að orði í rannsókn sem Sigrún Harðardóttir, lektor í félagsráðgjöf, kynnti í erindi á dögunum. Hin unga móðir var ein af fimm konum í svipaðri stöðu sem sögðu frá reynslu sinni af menntakerfinu. Þær höfðu allar alist upp við fátækt og mikla erfiðleika – og þær höfðu allar horft til skólans í leit að aðstoð og stuðningi. En þær urðu flestar fyrir vonbrigðum. Í stað stuðnings mættu þeim fordómar og einelti. Þær hættu að treysta fólki og skólagangan varð endaslepp. Þetta vantraust ristir enn í dag djúpt í sálir þeirra. Þær umvefja sín eigin börn hlýju og reyna að vernda þau og gæta þeirra. Rótgróna vantraustið verður þó til þess að þær treysta fáum og alls ekki...
Það er flókið að skilgreina tilgang menntunar. Ein skilgreining, sem ég held að heilmikið vit sé í, er að segja að menntun felist í að kenna fólki að grípa tækifæri. Menntuð manneskja fær lykla að heiminum. Hún getur hagnýtt sér orku vindsins, afla sjávarins og tækifærin í mannlífinu. Íslendingar hafa auðvitað alltaf verið menntuð þjóð. Það var eina leiðin til að lifa af, oft við mjög erfiðar aðstæður. En lífið snýst ekki um það eitt að komast af. Lífið snýst líka um að skapa. Sköpun fylgja ný tækifæri. Þjóð sem finnur fisk í sjó öðlast meiri farsæld með því að fara sér hægt í veiðunum en með græðgi og ofveiði. Þjóð sem heimsótt er af mörgum ferðamönnum öðlast meiri farsæld ef hún sinnir þeim vel og af gestrisni en með okri og ágirnd. ...