is / en / dk

Vinnureglur fyrir Sjúkrasjóð Kennarasambands Íslands, samþykktar á 7. þingi KÍ í apríl 2018.   1.  NAFN OG LÖGHEIMILI Sjóðurinn heitir Sjúkrasjóður Kennarasambands Íslands og er eign þess. Lögheimili hans og varnarþing er í Reykjavík.   2.  HLUTVERK Hlutverk sjóðsins er: að veita sjóðfélögum fjárhagsaðstoð vegna veikinda, slysa og dauðsfalla, að styðja sjóðfélaga vegna endurhæfingar eftir slys eða sjúkdóma, að styðja sjóðfélaga í fyrirbyggjandi aðgerðum sem snerta öryggi, heilsufar og heilbrigði þeirra. Nánar skal kveðið á um greiðslur úr sjóðnum í úthlutunarreglum sem sjóðstjórn setur og skulu þær endurskoðaðar eigi sjaldnar en árlega. Úthlutunarreglur skulu hljóta staðfestingu stjórn...
Vinnureglur fyrir Vinnudeilusjóð Kennarasambands Íslands, samþykktar á 7. þingi KÍ í apríl 2018   1.  NAFN OG LÖGHEIMILI Sjóðurinn heitir Vinnudeilusjóður Kennarasambands Íslands og er eign þess. Lögheimili hans og varnarþing er í Reykjavík.   2.  TILGANGUR Tilgangur sjóðsins er að styrkja félagsmenn þegar þeir eiga í vinnudeilum og greiða kostnað við vinnudeilur. Sjóðnum er heimilt að taka þátt í lögfræðikostnaði sem hlýst af ágreiningi um túlkun og framkvæmd kjarasamninga eða um sérkjör félagsmanna skv. reglum sem sjóðstjórn setur. Reglur þessar skulu hljóta staðfestingu stjórnar KÍ. Heimilt er sjóðstjórn, með samþykki stjórnar KÍ , að styrkja önnur stéttarfélög sem eiga í vinnudeilum.   3.  TEKJUR ...
Vinnureglur fyrir Orlofssjóð Kennarasambands Íslands, samþykktar á 7. þingi KÍ í apríl 2018   1.  NAFN OG LÖGHEIMILI Sjóðurinn heitir Orlofssjóður Kennarasambands Íslands og er eign þess. Lögheimili hans og varnarþing er í Reykjavík.   2.  TILGANGUR SJÓÐSINS Tilgangur sjóðsins og hlutverk sjóðstjórnar er: að kaupa orlofsheimili einn sér eða ásamt öðrum, fjármagna byggingu þeirra og annast viðhald og rekstur á þeim hluta er heyrir undir sjóðinn. Fjárfesting og eignasala, annað en eðlilegt viðhald eigna, er þó ekki heimil nema að fengnu samþykki stjórnar KÍ, að taka á leigu orlofshús og endurleigja félagsmönnum eftir því sem þurfa þykir, að annast úthlutun orlofshúsa KÍ skv. reglum sem stjórni...
{slider I. kafli - NAFN OG HLUTVERK} Nafn 1. gr. Nafn félagsins er Kennarasamband Íslands, skammstafað KÍ. Heimili og varnarþing er í Reykjavík. Sambandssvæðið tekur til alls landsins og innan þess eru eftirtalin aðildarfélög: Félag grunnskólakennara, skammstafað FG Félag framhaldsskólakennara, skammstafað FF Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, skammstafað FT Skólastjórafélag Íslands, skammstafað SÍ Félag stjórnenda í framhaldsskólum, skammstafað FS Félag leikskólakennara, skammstafað FL Félag stjórnenda leikskóla, skammstafað FSL Félag kennara á eftirlaunum, skammstafað FKE   Hlutverk 2. gr. Hlutverk KÍ er að: Gæta hagsmuna og réttinda fél...