is / en / dk

Kennarasamband Íslands opnar í dag nýjan vef fyrir félagsmenn. Öll hönnun hans síðustu mánuði miðar að því að félagsmenn geti nálgast upplýsingar á sem einfaldastan hátt. Sérstök áhersla er á að upplýsingar um kjaramál og styrki og sjóði séu settar fram á þægilegan og notendavænan máta. 

Með nýja vefnum færist Kennarasambandið til nútímans enda uppsetning og efnistök með töluvert öðrum hætti en á gamla vefnum. Hvert aðildarfélag á síðan sína síðu þar sem fjallað er um sérmál þeirra. Ennfremur lagar hann sig að þeim tækjum sem hann er skoðaður í, svo sem spjaldtölvum og símum. 

Það er von Kennarasambands Íslands að nýi vefurinn muni falla félagsmönnum vel í geð.
 

Tengt efni