is / en / dk

Ný Skólavarða er komin út. Skólavarðan er rafræn og hægt að lesa hana í appi eða á netinu.

Skólavarðan, tímarit Kennarasambands Íslands, er komin út í rafrænni útgáfu. Skólavörðuna má nálgast á eftirtöldum stöðum:

Þeir sem vilja lesa tímaritið á netinu geta nálgast það hér á vef Kennarasambandsins.

 

Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni: 

 

ÁLAG ÚR HÓFI OG LAUNIN LÉLEG
Tæplega helmingur skólastjórnenda hefur íhugað að segja upp störfum sínum vegna álags eða lágra launa. Staðan er grafalvarleg að mati formanns Skólastjórafélags Íslands.

 

GÖMUL HÚSGÖGN GEFA NEMENDUM TILGANG
Nemendur í Tækniskólanum í Hafnarfirði hlúa að gömlum hlutum undir handleiðslu Sigríðar Júlíu Bjarnadóttur. Þau gera upp gömul húsgögn sem síðan eru seld á markaði.

 

AF HVERJU EKKI AÐ TÍSTA Í NAFNI GRETTIS?
Kennarasambandið efndi til málþings á Alþjóðadegi kennara þar sem fjallað var um gildi samfélagsmiðlanna í skólastofunni og hvort nýta beri þessa nýju tækni í kennslu.

 

RAMMASAMKOMULAG ÁN AÐKOMU KÍ
Útfærsla á lífeyrismálum réði mestu um að KÍ skrifaði ekki undir rammasamkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. KÍ stendur ásamt BHM utan samkomulagsins.

 

FJÖLBREYTT LESEFNI EYKUR LESTRARÁHUGA
Rannsóknir sýna að nemendur tileinka sér innihald myndasagna betur en hefðbundins texta. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Hafdísar Guðrúnar Hilmarsdóttur sem fjallar um lestur og lestraráhuga.

 

KARLAR Í YNGRI BARNA KENNSLU
Borgarstjóri vill gera aðgerðaáætlun með FL og FSL um hvernig fjölga megi körlum í leikskólakennslu. Velferðarráðherra segir að mögulega sé hægt að veita auknu fjármagni til leikskóla þar sem hlutfall karla meðal kennara er hátt.
 

 

Tengt efni