is / en / dk

EI efnir til ljósmyndasamkeppni meðal kennara um heim allan

Hvernig lítur gæðamenntun út? Alþjóðasamband kennara (Education International) hefur hleypt af stokkunum ljósmyndasamkeppni í fyrsta sinn. Keppnin er hluti af herferð sambandsins; Sameinumst um gæðamenntun (e. Unite for Quality Education). EI segir markmið keppninnar að festa á filmu myndir af kennsluháttum í mismunandi löndum og landsvæðum. Þannig verði hægt að varpa ljósi hversu mismunandi aðstæður og umhverfi skólahalds er í heiminum. 

Myndirnar í keppninni eiga að sýna mikilvægi kennara, námsumhverfi og áhöld sem notuð er í kennslu. Bestu myndirnar verða sýndar í höfuðstöðvum EI í Brussel í haust og þá verða nokkrar myndanna hluti af bók sem EI vinnur að. 

Kennarar eru hvattir til að taka þátt í keppninni en hver og einn má senda eina ljósmynd. Hægt er að skrá sig til leiks og kynna sér málið betur á Facebook-síðu keppninnar. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir bestu myndirnar og verðlaunahafar fá sendan mini Ipad í pósti. Síðasti skiladagur ljósmynda er 19. september næstkomandi. 

 

Tengt efni