is / en / dk

Kennarar framtíðarinnar – ráðstefna um símenntun og starfsþróun kennara

Símenntun og starfsþróun kennara er efni ráðstefnu sem hefst á miðvikudag, 13. ágúst og stendur í tvo daga. Þar munu þrír aðalfyrirlesarar verða með erindi en jafnframt verða skipulagðar málstofur þar sem umræðuefnið byggir á erindunum í samhengi við skólastarf eins og þátttakendur þekkja það. Á ráðstefnunni verða einnig vinnustofur víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu þar sem kynnt verða og rædd mismunandi verkefni þar sem augum verður sérstaklega beint að starfsþróun kennara.

Þátttakendur geta kynnt sér hugmyndir aðalfyrirlesara ráðstefnunnar á vefsíðum þeirra. Fyrirlesarnir eru: 

  • Andy Hargreaves, prófessor við Lynch School of Education, Boston College. Hann flytur erindið: Professional Capital in Teaching. How to Build It, Invest in It and Circulate It. Hægt er að kynna sér Andy Hargreaves hér.
  • Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor á Menntavísindasviði HÍ. Erindi hennar nefnist: Teacher Passion and Purpose: Opportunities and Challenges in Education for Democratic Citizenship. Nánar má lesa um Sigrúnu hér.
  • Pasi Sahlberg, prrófessor við Harvard Graduate School of Education. Erindi Sahlbergs nefnist: True Facts and Tales about Teachers and Teaching: A Nordic Point of View. Vefsíða Sahlberg er hér.

Á vefsíðu ráðstefnunnar er hægt að kynna sér dagskrána nánar og einnig í þessum bæklingi. Ráðstefnan er haldin á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Fagráðs um starfsþróun kennara. 

Tengt efni