LÖG VERKMENNTAR
félags kennara í byggingagreinum í framhaldsskólum

1. gr.
Félagið heitir Verkmennt, félag kennara í byggingagreinum í framhaldsskólum.

2. gr.
Félagar í Verkmennt geta orðið allir þeir sem kenna fagbóklegar og verklegar greinar í  byggingagreinum í framhaldsskólum.Til byggingagreina teljast húsasmíði, húsgagnasmíði, múrsmíði, málning, dúklagnir og veggfóðrun, pípulagnir. Rísi ágreiningur um aðild að félaginu skal aðalfundur skera úr um málið.

3. gr.
Markmið félagsins skulu vera eftirfarandi:

     a.  Að vera tengiliður við menntamálaráðuneyti og aðra þá er fjalla um iðnfræðslu.
     b.  Að efla samstarf, samvinnu og stuðla að kynningu félagsmanna innbyrðis.
     c.  Að auka og viðhalda menntun félagsmanna.
     d.  Að efla skilning á starfi fagkennara í byggingagreinum.
     e.  Að stuðla að öflugri og vel skipulagðri kennslu í byggingagreinum.

4. gr.
Aðalfundur skal haldin ár hvert að vori og skal boðað til hans formlega með bréfi eða með öðrum óyggjandi hætti t.d. með tölvupósti með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara.

Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi:

     1.  Skýrsla um störf félagsins á liðnu starfsári.
     2.  Ársreikningur.
     3.  Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda.
     4.  Lagabreytingar.
     5.  Tillögur lagðar fyrir aðalfundinn.
     6.  Kjör formanns.
     7.  Kjör meðstjórnanda og varamanna.
     8.  Kjör skoðunarmanna.
     9.  Önnur mál.

5. gr.
Stjórn félagsins er kosin til tveggja ára í senn og skipa hana þrír menn og tveir til vara. Formaður skal kosin sérstaklega annað árið og meðstjórnendur hitt árið, að öðru leyti skiptir stjórnin með sé verkum. Einnig skulu kosnir tveir skoðunarmenn reikninga til eins árs í senn. Enginn stjórnarmaður skal sitja lengur en tvö kjörtímabil í senn.

6. gr.
Félagsgjöld skulu ákveðin á aðalfundi félagsins.

7. gr.
Brjóti félagsmaður lög eða samþykktir félagsins getur stjórn félagsins veitt honum áminningu eða lagt til við aðalfund að honum verði vikið úr félaginu og þarf slík tillaga að hljóta 2/3 greiddra atkvæða þeirra sem sækja fundinn.

8. gr.
Breytingar á lögum þessum má aðeins gera á aðalfundi. Tillögur um lagabreytingar sem leggja á fyrir aðalfund skulu berast stjórn 15 dögum fyrir áætlaðan aðalfund og skulu þær síðan birtar í fundarboði. Til lagabreytinga þarf 2/3 greiddra atkvæða á fundinum. Lagabreytingar skulu birtar félagsmönnum.

9. gr.
Félaginu verður því aðeins slitið að félagsslitin séu samþykkt á sama hátt og gildir um lagabreytingar. Eignir félagsins ef einhverjar eru skulu þá renna til ???

 

Akranes 2012