is / en / dk

 

Kennarasamband Íslands stendur fyrir viðamikilli útgáfu og upplýsingagjöf til félagsmanna og almennings allt árið um kring. Markmiðið er meðal annars að halda félagsmönnum upplýstum um það helsta í starfi KÍ á hverjum tíma en einnig að auka umræðu í fjölmiðlum og samfélaginu öllu um málefni kennara, skóla og menntamál.

Á Upplýsinga- og kynningasviði KÍ starfa:

Arndís Þorgeirsdóttir Sviðsstjóri upplýsinga- og kynningarsviðs arndis@ki.is

Dagný Jónsdóttir Sérfræðingur á upplýsinga- og kynningarsviði dagny@ki.is

Netfang Upplýsinga- og kynningasviðs er utgafa@ki.is.

 

 

 

 

 

 

Helstu miðlar og útgáfa:

Skólavarðan - tímarit Kennarasambands Íslands kemur út tvisvar á ári, á haustönn og vorönn. Í Skólavörðunni er meðal annars fjallað um kjaramál, félagsmál og fagleg málefni kennara og skólastjórnenda. Þá er Skólavarðan vettvangur fyrir félagsmenn KÍ til að láta rödd sína heyrast um hvaðeina er lýtur að skóla- og menntamálum og eða kjara- og félagsmálum.

Vefur Skólavörðunnar er virkur árið um kring og þar eru birtar nýjar greinar í viku hverri. Félagsmenn og aðrir áhugasamir eru einnig hvattir til að fylgjast með Skólavörðunni á Facebook og Twitter

Skólavarðan í prentútgáfu. 

Ritstjóri Skólavörðunnar er Arndís Þorgeirsdóttir. Netfang Skólavörðunnar er utgafa@ki.is.

Aðildarfélög Kennarasambands Íslands gefa flest út fréttabréf en form og útgáfutíðni er mismunandi eftir félögum.

Félag framhaldsskólakennara, Félag grunnskólakennara, Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélag Íslands gefa út fréttabréf undir nafninu Epli. Þessi fréttabréf eiga það sammerkt að fjalla um það helsta sem er á döfinni hjá hverju félagi fyrir sig, svo sem tíðindum af kjarmálum, fræðslu- og félagsmálum.

Skólamálanefnd Félags grunnskólakennara gefur auk þess út Skólamola FG. Í Skólamolanum birtast ýmis heilræði og góð ráð skólamálanefndar auk þess sem ritið er vettvangur kennara til að segja frá störfum sínum og hugðarefnum.

Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum gefur út Rafrænt fréttabréf FT. Þar er fjallað um starf félagsins, kjara- og félagsmál auk faglegrar umræðu um tónlistarnám og tónlistarkennslu.

Hægt er að skoða öll rafræn fréttabréf aðildarfélaga KÍ hér.

Ferðablað orlofssjóðs kemur út í mars á hverju ári. Í því eru að finna ítarlegar upplýsingar um sumarhús Kennarasambandsins og alla þá orlofskosti sem félagsmönnum KÍ bjóðast hverju sinni. Ferðablaðið er prentað rúmlega tíu þúsund eintökum og sent félagsmönnum heim að kostnaðarlausu.

Hægt er að skoða ferðablaðið hér á vefnum.

Kennarasambandið gefur á hverju sumri út Handbók kennara, en um er að ræða litla og handhæga dagbók sem er sérhönnuð fyrir kennara. Bókinni er send öllum félagsmönnum KÍ, annaðhvort beint eða í gegn um grunn- og framhaldsskóla. Vantar þig handbók eða viltu koma til okkar ábendingum varðandi útgáfuna? Sendu okkur þá línu á netfangið utgafa@ki.is.

Útgáfusvið heldur úti Facebook-síðum fyrir Kennarasamband Íslands, Félag framhaldsskólakennara, Félag grunnskólakennara, Félag kennara og stjórnenda leikskóla, Félag leikskólakennara og Skólastjórafélag Íslands. Þá er Skólavarðan með eigin Facebook-síðu og einnig á Twitter. Kennarasambandið er líka á Twitter og Instagram. Samfélagsmiðlarnir eru mikilvæg boðskiptaleið fyrir fréttir og fróðleik sem koma þarf á framfæri.

Félagsmenn eru hvattir til að fylgjast með og taka þátt í umræðu um málefni Kennarasambandsins sem og skóla- og menntamál á samfélagsmiðlum.

 

 

Tengt efni