is / en / dk

08. Ágúst 2019
21. Maí 2019

Í samstarfi við Samtök móðurmálskennara.

Námskeiðið fjallar um skapandi og valdeflandi aðferðir í ritlistarkennslu. Það byggir á fyrirlestrum um aðferðafræði ritlistarkennslu sem Björg hefur lært og þróað á rúmlega þrjátíu ára kennsluferli, innlögnum verkefna, eigin skrifum og umfjöllun um úrlausnir. Í lok hvors dags er rætt um hvernig nota má verkefni dagsins við kennslu.

Megináhersla er lögð á að sýna hvernig veita má nemendum hvatningu til að skrifa þótt einnig sé um það fjallað hvernig má fá þá til að deila skrifum sínum með öðrum. Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að hafa fengið innblástur bæði til eigin skrifa og einnig til að nota ritlist í móðurmálskennslu.

Þátttakendur hafi með sér tölvu.

Fyrir hverja:
Námskeiðið er starfandi framhaldsskólakennurum í að minnsta kosti 50% starfi, að kostnaðarlausu en aðrir greiða 35.000 kr., sem endurspeglar ekki almennt námskeiðsverð. Þeir sem óska eftir því að sækja námskeiðið á sinn kostnað eru beðnir um að láta vita með því að hafa samband við EHÍ í síma 525 4444 eða senda tölvupóst á endurmenntun@hi.is eftir að skráning hefur verið framkvæmd og greiðsluseðill verður sendur viðkomandi.
Aðrar upplýsingar:
Upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og/eða gistikostnaði þátttakenda utan að landi vegna þátttöku á sumarnámskeiðum má finna hér: Ferða- og gistikostnaður 2019.

Snemmskráning til og með 6. ágúst
Hvenær: Fim. 8. og fös. 9. ágúst kl. 9:00-16:00
Kennsla: Fagleg umsjón: Hulda Egilsdóttir, netfang: hulda@fss.is.
Kennari: Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistarkennari og MA í menntunarfræðum
Hvar: Endurmenntun, Dunhaga 7.

Tengt efni