is / en / dk

21. Nóv. 2019
08. Maí 2019

Barnaþing verður haldið í Hörpu dagana 21. og 22. nóvember 2019. Gert er ráð fyrir 400 til 500 þátttakendum. 

„Í nýsamþykktum breytingum á lögum um umboðsmann barna er kveðið á um virka þátttöku barna í skipulagningu og framkvæmd þingsins. Fyrirhugað er að dagskrá þingsins verði skipt í tvennt. Á fyrri deginum verður formleg dagskrá með erindum og skýrslum um stöðu barna en síðari dagurinn verður helgaður umræðum í þjóðfundarstíl þar sem börn og fullorðnir eiga samræðu um málefni sem brenna á börnum. Niðurstöður þingsins verða kynntar ríkisstjórn og hlutaðeigandi ráðherrum og er ætlað að vera mikilvægt framlag í stefnumótun um málefni barna," skrifar Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í grein í Skólavvörðunni, 1. tbl. 2019. 

Embætti umboðsmanns barna skipuleggur þingið en í breytingum sem gerðar voru á lögum um embættið á síðasta ári var ákveðið að halda skyldi barnaþing annað hvert ár með þátttöku barna sem og alþingismanna, fulltrúa stofnana ríkis og sveitarfélaga, fulltrúa frá aðilum vinnumarkaðarins og frjálsra félagasamtaka.

Dagskrá og nánari upplýsingar verða settar inn þegar þær liggja fyrir. 

Grein Salvarar Nordal, umboðsmanns barna, í Skólavörðunni. 

Tengt efni