is / en / dk

24. Apríl 2019
29. Mars 2019

Árlega leikur Sinfóníuhljómsveit Íslands á skólatónleikum fyrir nemendur á öllum aldri án endurgjalds. Uppbókað er á alla skólatónleika hljómsveitarinnar og því mun hljómsveitin vera með beint myndstreymi úr tónleikasal frá tónleikunum með Tobba túbu. Til að horfa á streymi hljómsveitarinnar er farið inn á slóðina https://www.sinfonia.is/bein-utsending

Tónleikarnir vara í u.þ.b. 40 mínútur og eru miðvikudaginn 24.04.19 kl. 11:00.
Viðmiðunaraldur á tónleikana er leikskólaaldur og yngstu bekkir grunnskólans.

Tobbi túba með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Bjarni Frímann Bjarnason hljómsveitarstjóri
Halldóra Geirharðsdóttir sögumaður og kynnir
Nimrod Ron einleikari á túbu
Myndefni við Tobba túbu Ari H. Yates
Myndefni við Loch Ness nemendur úr 3. bekk Egilsstaðaskóla undir leiðsögn Kristínar Hlíðkvist Skúladóttur

George Kleinsinger 
Tobbi túba 

Thea Musgrave 
Loch Ness: Póstkort frá Skotlandi


24.04.19 miðvikudagur
Kl. 11:00 Beint myndstreymi frá skólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg. 
Hlekkur á streymið https://www.sinfonia.is/bein-utsending

    

Tengt efni