is / en / dk

07. Maí 2019
08. Mars 2019

Leiðbeiningarnámskeiðið Snillingar – námskeið fyrir börn með ADHD verður haldið á vegum Þroska- og hegðunarstöðvar þriðjudaginn 7. maí nk.

Snillinganámskeiðið er nú komið út í annarri útgáfu með talsverðum breytingum og er nú talið henta börnum í 4. til 7. bekk.

Kröfur um menntun og hæfni þátttakenda:

Leiðbeinendanámskeiðið er einungis ætlað uppeldismenntuðu fagfólki (kennurum, sérkennurum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, o.fl.). Reynsla af að vinna með börnum með sérþarfir er æskileg. Ef þið hafið hug á að setja upp námskeiðið á ykkar vinnustað þarf að gera ráð fyrir að það komi tveir aðilar á leiðbeinendanámskeiðið.

Tímasetning:
Þriðjudagur 7. maí 2019 kl. 9:00 - 16:00
Staðsetning:
Þroska- og hegðunarstöð (gengið inn á milli Nettó og Rauðakrossbúðarinnar af bílastæðinu Þönglabakkamegin) Þönglabakka 1, sími 585-1350
Verð: 29.500 kr. Innifalið eru námskeiðsgögn fyrir leiðbeinendur, myndaspil og kaffiveitingar.

Frekari upplýsingar veitir Lone Jensen.

Upplýsingar um nýtt námskeiðsefni
Nú þegar Snillingarnir 2. útgáfa er komin út geta þeir fagaðilar sem hafa áður sótt leiðbeinendanámskeið keypt uppfærðu námskeiðsgögnin. Til þess að nálgast gögnin þarf að senda upplýsingar um nafn leiðbeinanda og hvenær leiðbeinendanámskeið var sótt til Lone Jensen.

Nýr námskeiðspakki inniheldur:
1 leiðbeinendamappa, 1 nýtt tilfinningamyndaspil og rafrænn aðgangur að öllum námskeiðsgögnum
Kr. 10.000
Hægt verður að kaupa stakar leiðbeinendamöppur til viðbótar við heildarpakkann Kr. 4.500 stk.

Skráning.

Tengt efni