is / en / dk

16. Feb. 2019
07. Febrúar 2019

Sinfóníuhljómsveit áhugamanna (SÁ) heldur tónleika í samvinnu við Nótuna 2018 í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 16. febrúar 2019 kl. 16:00.

Á lokahátíð Nótunnar í mars 2018 valdi hljómsveitarstjóri SÁ, Oliver Kentish, tvo nemendur til að spila einleik með S.Á. á yfirstandandi starfsári.
Þeir nemendur sem urðu fyrir valinu voru: Bjargey Birgisdóttir, fiðluleikari frá Tónskóla Sigursveins, og Jón Ísak Ragnarsson, gítarleikari frá sama skóla.

Á tónleikum SÁ 16. febrúar leikur Bjargey fiðlukonsert Mendelssohns, í e-moll, og Jón Ísak leikur tvo kafla úr „Fantasía para un gentilhombre" eftir Rodrigo.

 

Tengt efni