is / en / dk

14. Maí 2019
11. Janúar 2019

Vinnueftirlitið heldur námskeið um gerð áhættumats starfa

Vinnueftirlitið heldur námskeið þar sem kennd er aðferð til að nota við gerð áhættumats. Þetta er fyrsta skrefið og tækifæri til að hefja áhættumatsgerðina.
Samkvæmt reglugerð (920/2006) skal atvinnurekandi sjá til þess að gerð sé “skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði” á vinnustað, óháð stærð eða starfsmannafjölda.

Áhættumat starfa er hluti af slíkri áætlun.

Námskeiðið er fyrir alla þá sem ætla og þurfa að gera áhættumat á sínum vinnustað.

Námskeiðið er 4 klst. byggir á fyrirlestri, myndum, myndböndum og hópverkefni.

Hvenær: 14. maí. Klukkan 13:00 – 17:00.
Verð: 22.000 kr. - á mann.
Staður: Dvergshöfði 2, 110 Reykjavík, 2 hæð.

Skráning: https://www.vinnueftirlit.is/fraedsla/dagsett-namskeid

 

Önnur námskeið:
• Viðurkenning þjónustuaðila í vinnuvernd: 30. og 31. janúar og 1. febrúar
• Vinna í lokuðu rými: 6. febrúar
• Vinnuverndarnámskeið fyrir stjórnendur: 25. febrúar
• Umhirða katla: 28. febrúar
• Vinnuslys og vinnuslysarannsóknir: 12. mars
• Verkstjóranámskeið: 9. apríl
• Fallvarnir – vinna í hæð: 6. maí


 

Tengt efni