is / en / dk

06. Feb. 2018
05. Desember 2018

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins miðvikudaginn 6. febrúar. Þetta er í tólfta skipti sem haldið er upp á daginn en 6. febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Tilgangur Dags leikskólans er að vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara. 

Leikskólakennarar, stjórnendur leikskólanna og starfsfólk er hvatt til að gera sér dagamun á Degi leikskólans og pósta skemmtilegum myndum undir myllumerkinu #dagurleikskólans.

Hvatningarverðlaunin Orðsporið verða veitt á Degi leikskólans. 

2018 Hörgársveit
Fyrir að vera það sveitarfélag sem státar af hæsta hlutfalli leikskólakennara sem starfa við uppeldi og menntun leikskólabarna. 

2017 Framtíðarstarfið
Átaksverkefni þar sem unnið var ötullega að málefnum leikskólans og starf leikskólakennara kynnt sem framtíðarstarf. 

2016 Ásmundur Örnólfsson aðstoðarleikskólastjóri
Fyrir að vera framúrskarandi fyrirmynd fyrir karla í leikskólakennarastarfi og leggja sitt af mörkum til að efla orðspor leikskólakennarastarfsins.

2015 Kópavogsbær og sveitarfélagið Ölfus
Fyrir að sýna sveigjanleika þannig að starfsfólk leikskóla geti sinnt námi með vinnu; aðstoða við námskostnað og veita launuð námsleyfi.

2014 Okkar mál – þróunarverkefni
Verkefni sem fól í sér aukið samstarf skóla og stofnana í Fellahverfi.

2013 Súðavíkurhreppur / Kristín Dýrfjörð og Margrét Pála Ólafsdóttir
Súðavíkurhreppur fyrir að bjóða gjaldfrjálsan leikskóla. Kristín og Margrét Pála fyrir að vekja umræðu á málefnum leikskólans.
 

Tengt efni