is / en / dk

13. Ágúst 2018
16. Maí 2018

Menntamálastofnun stendur fyrir námskeiði um ytra mat á grunnskólum dagana 13. og 14. ágúst 2018 frá kl 09:00-15:00 báða dagana.
Námskeiðið er ætlað þeim sem áhuga hafa á að nýta matstækið Viðmið um gæðastarf í grunnskólum við ytra mat á skólum. Menntamálastofnun mun auka fjölda grunnskóla sem fara í ytra mat næstu þrjú ár og er námskeiðið liður í að efla matsþekkingu þeirra sem áhuga hafa á að koma að mati með matsmönnum stofnunarinnar.
Farið verður yfir hvað ytra mat felur í sér, lög og reglugerðir og helstu rannsóknaraðferðir verða kynntar. Fjallað verður um matstækið með endurskoðuð viðmið um gæði og kennslustundaathuganir ásamt verkferlum sem nýttir eru við ytra mat. Þátttakendur spreyta sig á að meta kennslustund og gefa endurgjöf.
Forkröfur sem gerðar eru til þátttakenda eru að hafa kennsluréttindi á grunnskólastigi og minnst fimm ára farsæla kennslureynslu. Mikilvægt er að umsækjendur hafi þekkingu á eigindlegum rannsóknaraðferðum.
Sótt er um rafrænt.
Umsóknarfrestur er til 15. júní.
Nánari upplýsingar veitir Þóra Björk Jónsdóttir thora.bjork.jonsdottir@mms.is.

Tengt efni