is / en / dk

27. Nóv. 2017
03. Nóvember 2017

Félag íslenskra sérkennara efnir til fræðsludags mánudaginn 27. nóvember 2017 á Grand Hótel í Reykjavík

Dagskráin er öllum opin!

9:45-10:00 Kaffi og skráning og kynningarbásar
10:00-10:10 Setning og ávarp formanns Félags íslenskra sérkennara
10:10- 11:20 Edda Óskarsdóttir , EdD, verkefnisstjóri hjá Evrópumiðstöð um nám án aðgreiningar og sérþarfir. Fjallar um skipulag stoðþjónustu í skóla án aðgreiningar.
11:20-12:00 Anna-Lind Pétursdóttir, dósent. Gyða Dögg Einarsdóttir, atferlisfræðingur og Zuilma Gabriela Sigurðardóttir,dósent. Fjalla um sérkennslu í almennum grunnskólum: Menntun og færni kennara.
12:00-13:00 Matur og kynningarbásar
13:00-13:30 Ragnar Þorsteinsson, fjallar um skýrslu og aðgerðaráætlun vegna úttektar Evrópumiðstöðvarinnar á stefnunni skóli án aðgreiningar
13:30-14:30 Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri. Nám í sérkennslufræðum, hver er stefna og sýn háskólanna
14:30-14:50 Kaffi og kynningarbásar
14:50-15:50 Umræður á borðum umræður um stöðu sérkennslu og sérkennarans. 15:50– 16:00 Samantekt dagskrár, kaffi og dagskrárloka

 

Gjald fyrir fræðsludag, kaffi og kaffiveitingar: Félagsmenn FÍS kr. 6.500.- Utanfélagsmenn kr. 9.000.-

Athugið að ekki verður posi á staðnum, staðgreiða þarf þátttökugjaldið.

Félagsmenn KÍ geta sótt um styrk í Vonarsjóð vegna þátttöku á fræðsludegi.

Skráning er hér fyrir kl. 12:00 föstudaginn 24.nóvember 2017

Nánari lýsingar
Edda Óskarsdóttir EdD , Verkefnisstjóri hjá Evrópumiðstöð um Nám án Aðgreiningar og Sérþarfir
Skipulag stoðþjónustu í skóla án aðgreiningar

Starf í skóla án aðgreiningar byggist á félagslegu réttlæti, lýðræði, mannréttindum og þátttöku allra. Það þýðir að það eru margir þættir sem hafa áhrif á ferilinn í átt til þess að skólar verði án aðgreiningar. Áhersla er lögð á að þessi ferill sé án enda, verði ætið verk í vinnslu eða eitthvað til að stefna að. Í ljósi þess að stefnan um skóla án aðgreiningar kallar á umtalsverðar breytingar á skipulagi skólastarfs er brýnt að huga að því hvernig og hvort fyrirkomulag sérkennslu og stuðnings fellur að hugmyndafræði skóla án aðgreiningar.

Rannsóknarverkefnið mitt er starfstengd sjálfrýni og fjallar um hvernig ég, í hlutverki deildarstjóra stoðþjónustu í grunnskóla, leitaðist við að þróa skipulag stuðnings og sérkennslu í átt til þess að vera án aðgreiningar. Rannsóknin byggir á hugmyndum fræðimanna um þætti sem taldir eru mikilvægir fyrir þróun skóla án aðgreiningar: samstarf kennara og stoðþjónustu, forystu fyrir skóla án aðgreiningar og ígrundun í starfi.

Hér verður fjallað um helstu niðurstöður og þær áskoranir sem ég tókst á við í breytingarstarfinu. Til
að ná yfirsýn yfir flækjurnar og hvernig aðilar, stofnanir, lög og reglugerðir í lagskiptingu skólakerfisins
tengjast og vinna saman útbjó ég líkan eða yfirlit yfir stefnuna um skóla án aðgreiningar og hvað hún
felur í sér. Þetta líkan getur nýst kennurum, stjórnendum, skólum eða skólakerfum sem vilja gera
breytingar á stuðningi og sérkennslu.

Anna-Lind Pétursdóttir, dósent Gyða Dögg Einarsdóttir, atferlisfræðingur Zuilma Gabriela Sigurðardóttir, dósent
Sérkennsla í almennum grunnskólum: Menntun og færni kennara

Umhverfi sérkennslu hefur breyst töluvert síðustu áratugi með upptöku stefnunnar um skóla án aðgreiningar. Síðasta áratug hefur dregið hlutfallslega úr kennslu sérkennara þó sérkennslustundum hafi fjölgað. Sérkennsla hefur færst í auknum mæli til almennra kennara, sem finna fyrir auknu álagi vegna þessa. Jafnframt finnst þeim þeir almennt ekki nógu vel í stakk búnir til að mæta sérþörfum nemenda. Í þessari rannsókn verður sjónum beint að menntun þeirra sem sinna sérkennslu í almennum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og mati þeirra á eigin færni til að sinna stuðningi við nemendur með sérþarfir. Rafrænn spurningalisti var sendur til 65 almennra grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Svör bárust frá 63 skólum (96,9%), eitt til tíu frá hverjum skóla. Samtals svöruðu 201 þátttakendur spurningalistanum, en sumir aðeins hluta listans. Niðurstöður benda til þess að sérkennsla sé oft í höndum annarra starfsstétta en sérkennara, oftast almennra kennara, stuðningsfulltrúa og þroskaþjálfa. Þátttakendum fannst nám sitt almennt búa sig vel undir það að sinna stuðningi við nemendur með sérþarfir en flestir töldu sig þurfa frekari þjálfun í hagnýtum aðferðum til að koma til móts við nemendur með hegðunar- og tilfinningavanda. Þetta vekur upp spurningar um hvort þörfum barna með sérþarfir sé nægilega vel mætt í almennum grunnskólum.
 

Tengt efni