is / en / dk

10. Apríl 2018
04. október 2017

Kennarasamband Íslands efnir til 7. þings dagana 10. til 13. apríl 2018. Fundað verður á Hilton Reykjavík Nordica. 

Þing Kennarasambandsins hefur æðsta vald í málum Kennarasambands Íslands og er þing haldið fjórða hvert ár.

Á þinginu eiga sæti með atkvæðisrétti stjórn KÍ, varaformenn aðildarfélaga og einn fulltrúi fyrir hverja 50 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu sem umfram kann að vera. Fulltrúar aðildarfélaga eru kosnir skv. reglum hvers félags. Auk þess skipar Félag kennara á eftirlaunum fimm fulltrúa á þing Kennarasambandsins.

Dagskrá verður kynnt síðar. 

Tengt efni