is / en / dk

05. Sept. 2017
30. Júní 2017

Skóli framtíðar – námsgögn fortíðar?

Eru náms- og kennslugögn í takt við þarfir nemenda og kennara?

Skólamálaráð Kennarasambands Íslands efnir til málþings um náms- og kennslugögn þriðjudaginn 5. september 2017. Málþingið verður haldið í sal Endurmenntunar HÍ við Dunhaga og stendur frá klukkan 15 til 17.30. 

Markmið málþingsins er að varpa ljósi á stöðuna hér á landi varðandi framboð á náms- og kennslugögnum fyrir nemendur og kennara, aðgengi, gæði, fjölbreytileika og kostnað. Hver er staðan hér? Hvaða breytingar þurfa að verða? Hvað getum við lært af öðrum löndum?

Dagskrá

Kl. 14:45 Mæting og kaffihressing.

Kl. 15:00 Setning.

Kl. 15:05 Hvernig er staðan í náms- og kennslugagnamálum í leikskólum, tónlistarskólum, grunnskólum og framhaldsskólum?

Erindi halda:
• Anna María Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.
• Daníel Arason, fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum.
• Fjóla Þorvaldsdóttir, leikskólakennari í leikskólanum Álfaheiði.
• Kristjana Hrafnsdóttir, grunnskólakennari Grunnskóla Seltjarnarness.
• Ómar Örn Magnússon, aðstoðarskólastjóri Hagaskóla.

Kl. 15:55 Erindi frá Barnaheillum og Heimili og skóla:
„Skólar eru hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu“ – Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
„Námsgögn fyrir öll börn og ungmenni – fjölbreytni og kostnaður“ – Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.


Kl. 16:25 Hvaða breytingar þurfa að verða hér á landi í náms-og kennslugagnamálum? Hvað getum við lært af öðrum löndum? – Aðalheiður Steingrímsdóttir,
varaformaður KÍ.


Kl. 16:40 Stuttar fyrirspurnir/umræður og ályktun um náms- og kennslugögn borin upp.


Kl. 17:30 Málþingi lýkur.

Fundarstjóri verður Aðalbjörn Sigurðsson, útgáfu- og kynningarstjóri KÍ. Streymt verður frá þinginu á vef Netsamfélagsins; www.netsamfelag.is

Aðgangur er ókeypis. 

Skráning fer fram hér. 
 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42