is / en / dk

22. Sept. 2017
13. Júní 2017

Leikskólinn Tjarnarsel í Reykjanesbæ fagnar 50 ára afmæli og af því tilefni verður efnt til málþings 22. september næstkomandi. Málþingið er haldið í samvinnu við fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar og fer fram í Stapanum/Hljómahöllinni við Hjallaveg. Málþingið hefst klukkan 8.30 og stendur til 12.30.

DAGSKRÁ

 • Kl. 8:30
  Setning málþings
  Helgi Arnarson fræðslustjóri Reykjanesbæjar.
  Sigurvegari Stóru upplestrarkeppninnar 2017 les ljóð.

   
 • Kl. 8:40
  Íslensk orð til skilnings og tjáningar
  Sigríður Ólafsdóttir, nýdoktor við Menntavísindasvið HÍ.
   
 • Kl. 9:40 Kaffihlé
   
 • Kl. 10:00
  Orðaspjall með snjöllum foreldrum
  Árdís Hrönn Jónsdóttir, leikskólastjóri í Tjarnarseli, Reykjanesbæ.
   
 • Kl. 10:20
  Áskoranir og ævintýri
  Inga Sif Stefánsdóttir, deildarstjóri í Tjarnarseli, Reykjanesbæ.
 • Kl. 10:40
  Garðurinn okkar – útinám í leikskóla
  Inga María Ingvarsdóttir, fyrrverandi leikskólastjóri í Tjarnarseli.
   
 • Kl. 11:00
  Kaffihlé
   
 • Kl. 11:10
  Málstofur sem standa til klukkan 12.30


Málþingsstjóri er Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi í Reykjanesbæ. Opið hús verður í leikskólanum Tjarnarseli á milli klukkan 12 og 14.30. 


ERINDI

 • Leikur að læra, menntar heiminn á hreyfingu
  B. Sif Stefánsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í Garðarseli, Reykjanesbæ
   
 • Gleði, kærleikur og orðaforði í jóga
  Sigurbjörg Eydís Gunnarsdóttir, leikskólakennari á Gimli, Reykjanesbæ
   
 • Skóla- og fjölskyldutungumál
  Kriselle Lou Suson, leikskólakennari á Akri, Reykjanesbæ og meistaranemi við HÍ
   
 • Af máli mínu muntu þekkja mig
  Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Grunnskólans í Sandgerði og fyrrum sérfræðingur á MSHA.
   
 • Samræðulestur – orðaforði.
  Ingibjörg Jónsdóttir, leikskólastjóri á Gefnaborg, Garði og meistarnemi við HÍ.
   
 • Erasmus+ verkefni í leikskólanum Holti – Through democracy to literacy
  Anna Sofia Wahlström, leikskólakennari og verkefnastjóri á Holti, Reykjanesbæ


Málþingsgjald er 4.000 kr. Skráning á málþingið fer fram hér


MÁLSTOFUR

 • Leikur að læra, menntar heiminn á hreyfingu Kynnt er hvernig unnið er með læsi og stærðfræði í gegnum leik,hreyfingu og skynjun
  B.Sif Stefánsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri Garðaseli í Reykjanesbæ
   
 • Gleði, kærleikur og orðaforði í jóga Kynntar jógastundir með fjölbreyttum sögum sem verkfæri til að auka orðaforða og skilning
  Sigurbjörg Eydís Gunnarsdóttir, leikskólakennari á Gimli í Reykjanesbæ.
   
 • Skóla- og fjölskyldutungumálin Fjallað verður um meistaraverkefni þar sem skoðuð voru tengsl á milli hljóðkerfisvitundar tví- og fjöltyngdrar barna og tungumálastefnu fjölskyldu þeirra á Íslandi
  Kriselle Lou Suson, leikskólakennari á Akri í Reykjanesbæ
   
 • Af máli mínu muntu þekkja mig Mikilvægi orðaforða verður ekki dregið í efa. En hvað þarf til að efla og auka orðaforða ? Markvissar og skemmtilegar aðferðir kynntar sem taka til lesturs, samræðu, hlustunar og miðlunar
  Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Grunnskólans í Sandgerði og fyrrum sérfræðingur á MSHA
   
 • Samræðulestur-orðaforði Sagt frá samræðulestri þar sem markmiðið er að efla orðaforða og málhæfni barna og fá þau til að tjá sig, svara í setningum og draga ályktanir
  Ingibjörg Jónsdóttir, leikskólastjóri á Gefnarborg í Garði
   
 • Erasmus+ verkefni í leikskólanum Holti – Through democracy to literacy Kynntar niðurstöður verkefnis sem unnið var í fjórum löndum um hvernig má efla lýðræði og læsi í leikskólum út frá fjórum þáttum. Þátttöku barna – hlutverki kennarans – hlutverki foreldra – umhverfi og skipulagi
  Anna Sofia Wahlström, leikskólakennari og verkefnastjóri á Holti í Reykjanesbæ

 

AUGLÝSING Í PDF-FORMI

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42