is / en / dk

24. Ágúst 2017
07. Júní 2017

Árið 2015-2016 var gerð úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi af hálfu Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Evrópumiðstöðin og stýrihópur um eftirfylgni með úttektinni standa fyrir málþingi um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi. Málþingið fer fram 24. ágúst í húsakynnum Menntavísindasviðs við Stakkahlíð og stendur frá 10 til 16. 

Niðurstöður úttektarinnar verða teknar til umfjöllunar og umræðu á málþinginu, ásamt hugmyndum um aðgerðir. Úttektin nær til leik-, grunn-, og framhaldsskólastiga þar sem kannað var hvernig til hefur tekist við innleiðingu hugmyndafræðinnar um menntun án aðgreiningar. Þetta er í fyrsta sinn sem svo heildstæð úttekt er gerð sameiginlega fyrir þessi þrjú skólastig.

Dagskrá málþingsins

 • 09:30-10:00 Kaffi, skráning og afhending gagna
 • 10:00-10:05 Þingsetning – formaður stýrihóps um eftirfylgni úttektar – Ragnheiður Bóasdóttir, mennta- og menningarmálaráðuneyti
 • 10:05-10:15 Ávarp mennta- og menningarmálaráðherra – Kristján Þór Júlíusson
 • 10:15-11:05 Ávörp fulltrúa allra aðila sem standa að samstarfsyfirlýsingu um eftirfylgni úttektar um menntun án aðgreiningar á Íslandi (Samband íslenskra sveitarfélaga, velferðarráðuneyti, Kennarasamband Íslands, Skólameistarafélag Íslands og Heimili og skóli)
 • 11:10-12:15 Gæðamenntun án aðgreiningar. Amanda Watkins og Verity Donelly, fulltrúar Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir
 • 12:15-13:00 Léttur hádegisverður í boði mennta- og menningarmálaráðuneytisins
 • 13:00-13:30 Fyrirmyndarstarfshættir í skólum – Hanna Ragnarsdóttir, prófessor í Háskóla Íslands
 • 13:35-14:10 Vinna í sex málstofum. Umfjöllunarefni: Grundvöllur gæðastarfs fyrir alla nemendur
 • 14:10-14:50 Kaffihlé

14:50-15:20 Vinna í sex málstofum.
Umfjöllunarefni:

 • Löggjöf og stefnumótun  
 • Gæðastjórnunarkerfi
 • Stuðningur við lærdómssamfélag skóla
 • Fyrirkomulag fjárveitinga
 • Stuðningskerfi á öllum skólastigum
 • Grunnmenntun og fagleg starfsþróun

15:30-15:45 Samantekt. Anna Magnea Hreinsdóttir, fræðslustjóri Borgarbyggðar, og Ingvar Sigurgeirsson, prófessor í Háskóla Íslands. 
15:50-16:00 Lokaorð. Gunnar Gíslason ráðgjafi – málþingsstjóri

Rafræn skráning á þingið er hér. 

Málþingið er haldið af mennta- og menningarmálaráðuneyti í tengslum við eftirfylgni úttektar um menntun án aðgreingar á Íslandi og er öllum opið á meðan húsrúm leyfir, án endurgjalds. Málþinginu verður streymt á vef og á Facebook. 

Frétt um niðurstöður úttektar Evrópumiðstöðvar. 

Samantekt um helstu atriði lokaskýrslunnar. 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42