is / en / dk

22. Maí 2017
18. Apríl 2017

Fræðslunámskeið KÍ um starfslok verður haldið mánudaginn 22. maí kl. 16:30-19:30, Setrinu, Grand hótel, Reykjavík.

Um er að ræða fræðslu fyrir félagsmenn KÍ um félagslegar og heilsufarslegar hliðar starfsloka vegna aldurs. Námskeiðið er haldið í samstarfi við fræðslufyrirtækið Auðnast, og munu þær Hrefna Hugósdóttir hjúkrunar- og fjölskyldumeðferðarfræðingur og Ragnhildur Bjarkadóttir B.s í sálfræði og fjölskyldumeðferðarfræðingur sjá um fræðsluna.

Dagskrá:

Tímamót og tækifæri (Ragnhildur) ca. 20-25 mín.
Í fyrirlestrinum er fjallað um:

 • Áhrif breytinga í kjölfar þess að láta af störfum
 • Hring daglegs lífs

Hreyfing, líkamleg heilsa og stoðkerfið (Hrefna) ca. 25-30 mín.
Í fyrirlestrinum er fjallað um áhrif hreyfingar á:

 • Líkamsgetu
 • Líkamsstarfsemi
 • Vellíðan
 • Stoðkerfi og verki
 • Eftirlit og skoðanir
 • Markmiðasetning

Kaffihlé í 30 mínútur

Andleg heilsa og næring (Ragnhildur) ca. 25-30 mín.
Í fyrirlestrinum er fjallað um:

 • Hvernig best er að hlúa að andlegri heilsu
 • Hvernig hægt er að næra sig rétt og á skynsaman hátt
 • Hvernig hægt er að fylgjast með streituvöldum

4) Félagsleg staða og hlutverk (Ragnhildur og Hrefna) ca. 25-30 mín.
Í fyrirlestrinum er fjallað um:

 • Efri ár og samfélagið
 • Viðhorf okkar og orðræðu til eldri borgara,
 • Hverju þarf að breyta? Getum við haft áhrif?
 • Hverjar eru fyrirmyndir okkar


Fyrirtækið Auðnast var stofnað árið 2013 af Hrefnu Hugosdóttur og Ragnhildi Bjarkadóttur. Auðnast sérhæfir sig í því að stuðla að aukinni vitund fólks gagnvart hamingju og heilsu í leik og starfi.

Hrefna Hugosdóttir hefur starfað við hjúkrun í 14 ár og lagt mikla áherslu á fjölskylduvinnu í sínu starfi.

Ragnhildur Bjarkadóttir lauk BS gráðu í sálfræði, MA í alþjóðasamskiptum og stundar meistaranám í klínískri sálfræði. Hún hefur starfað frá árinu 2011 við fjölskyldu- og paravinnu.

Báðar luku þær tveggja ára fjölskyldumeðferðarnámi árið 2013 þar sem þær lögðu áherslu á vellíðan í starfi og starfslok, parsambönd og fjölskyldumiðað samfélag.

Þær hafa talsverða reynslu í heilsumati innan fyrirtækja, ráðgjöf og fyrirlestrum þar sem
megináherslan er heildræn nálgun á vellíðan út frá líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu.

Báðar eru sammála um að þeim þyki einstaklega skemmtilegt að bera út boðskap þess að vinnustaðurinn, fjölskyldan og vellíðan einstaklingsins sé grunnur að góðu samfélagi.

 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42