is / en / dk


Samkvæmt reglum Orlofssjóðs eru hlutverk hans:

 1. að kaupa orlofsheimili einn sér eða ásamt öðrum, fjármagna byggingu þeirra og annast viðhald og rekstur á þeim hluta er heyrir undir sjóðinn. Fjárfesting og eignasala, annað en eðlilegt viðhald eigna, er þó ekki heimil nema að fengnu samþykki stjórnar KÍ,
 2. að taka á leigu orlofshús og endurleigja félagsmönnum eftir því sem þurfa þykir,
 3. að annast úthlutun orlofshúsa KÍ skv. reglum sem stjórnin setur sér. Reglur þessar skulu hljóta staðfestingu stjórnar KÍ,
 4. að semja um orlofsferðir fyrir félagsmenn KÍ innan lands sem utan.
   

Meðal verkefna stjórnar Orlofssjóðs er að:

 • leitast við að hafa hagsýni að leiðarljósi í rekstri sjóðsins.
 • láta fara fram óháða úttekt á rekstri Orlofssjóðs KÍ til að fylgja eftir markmiði um hagkvæmni í rekstri, í samstarfi við stjórn KÍ.
 • vinna að því að auka fjölbreytni orlofstilboða.
 • leitast við að tryggja framboð orlofshúsa og íbúða víða um land til endurleigu fyrir félagsmenn.
 • kanna möguleika á leigu húsnæðis erlendis.
 • stefna að kaupum/byggingu a.m.k. tveggja nýrra húsa í orlofsbyggðinni í Kjarnaskógi við Akureyri.
 • stefna að kaupum á eignum í orlofshúsabyggðum í öllum landshlutum gefist forsendur til þess.
 • leita leiða til að bæta starfsmanna- og geymsluaðstöðu í Kjarnaskógi.
 • leitast við að bæta starfsmannaaðstöðu, auk véla- og verkfærageymslu, í Heiðabyggð við Flúðir.
 • stefna að byggingu þriggja nýrra húsa í stað þriggja gamalla húsa í Ásabyggð við Flúðir, sambærileg húsi nr. 34 í Ásabyggð.
 • efla kynningu á starfsemi orlofssjóðs.
 • kanna samstarfsmöguleika við orlofssjóði annarra stéttarfélaga með möguleika á samvinnu/samrekstri á orlofssvæðum.
 • leita leiða til að tryggja netaðgang í öllum eignum orlofssjóðs.
 • huga að viðhaldi á húsunum við Sóleyjargötu og endurnýjun húsgagna.
 • leita markvissra leiða til að eyða ójöfnuði sem á sér stað við úthlutun orlofshúsa til félagsmanna KÍ og framkvæma eins og hægt er.
 • kanna setningu reglna um langtímaleigu vegna veikinda.
 • kanna setningu úthlutunarreglna fyrir skóla/menntastofnanir.
 • kanna setningu reglna um leigumöguleika fyrir félagsmenn FKE eða þá sem eru öryrkjar.

 

 

STJÓRN ORLOFSSJÓÐS
Íris Guðrún Sigurðardóttir Félag leikskólakennara  iris.sigurdardottir@vallarsel.is
Valborg Hlín Guðlaugsdóttir Félag stjórnenda leikskóla valborg.hlin.gudlaugsdottir@reykjavik.is
Samúel Örn Erlingsson Félag grunnskólakennara samuel@grhella.is
Elfa Eydal Ármannsdóttir Skólastjórafélag Íslands elfa@gsnb.is
Guðjón Ragnar Jónasson Félag framhaldsskólakennara gudjonr@mr.is
Aðalmann vantar Félag stjórnenda í framhaldsskólum  
Þórarinn Sigurbergsson Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum 45thorar@gmail.com
     
VARAMENN    
Sigurður Sigurjónsson Félag stjórnenda leikskóla sigurdur@ki.is
Ólafur Valgeir Guðjónsson Félag grunnskólakennara Netfang vantar
Varamann vantar Skólastjórafélag Íslands  
Kristín Helga Ólafsdóttir Félag stjórnenda í framhaldsskólum Netfang vantar
Dagrún Hjartardóttir Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum dagrun@ki.is
     
STARFSMAÐUR    
Ólöf S. Björnsdóttir Þjónustustjóri sjóða osb@ki.is
     

 

 

Nefndir og ráð