Hlutverk
Hlutverk fræðslunefndar er að gera tillögur um og skipuleggja fræðslu á vegum KÍ í samráði við stjórn, nefndir og ráð KÍ og formenn svæðafélaga/-deilda. Markmið með sameiginlegri fræðslu á vegum KÍ þvert á aðildarfélög er að nýta hagkvæmni og kosti stærðarinnar, að skapa samræðuvettvang milli skólastiga/skólagerða og efla þannig samstarf og tengsl milli allra félagsmanna KÍ.
Verkefni
Samkvæmt samþykkt þings KÍ 2014 er fræðslustarfsemi á vegum KÍ einkum:
-
Árleg trúnaðarmannafræðsla um störf trúnaðarmanna, hlutverk þeirra, réttindi og skyldur og helstu hagsmunamál stéttarinnar ásamt öðru sem brennur á hverju sinni. Aðildarfélögin halda samt sem áður fræðslu er tengist kjarasamningum hvers félags.
-
Forystufræðsla í upphafi kjörtímabils til þeirra sem veljast til trúnaðarstarfa á vegum KÍ og aðildarfélaganna til að styrkja fólk í störfum sínum sem slíkir.
-
Reglulegir fræðslu/umræðufundir sem eru opnir öllum félagsmönnum um helstu kjara- og réttindamál, skóla- og menntamál og aðra málaflokka sem efstir eru á baugi hverju sinni.