Stefna Kennarasambands Íslands í kjara- og réttindamálum 2018-2022 samþykkt á 7. þingi KÍ 2018.
LAUN OG ÖNNUR STARFSKJÖR
Kennarasamband Íslands og aðildarfélög þess leggja áherslu á að:
-
Laun og önnur starfskjör kennara og náms- og starfsráðgjafa standist ávallt samanburð við kjör annarra sérfræðinga á vinnumarkaði.
-
Laun og önnur starfskjör stjórnenda skóla standist ávallt samanburð við kjör annarra stjórnenda á vinnumarkaði.
STARFSSKILYRÐI
Forsenda farsæls skólastarfs er að nemendur fái notið sérfræðiþekkingar kennara, náms- og starfsráðgjafa og skólastjórnenda með virkum hætti.
Kennarasamband Íslands og aðildarfélög þess leggja því áherslu á:
-
Í kjarasamningum verði tryggður nægur tími til að sinna undirbúningi og úrvinnslu kennslu.
-
Að vinnuaðstaða í skólum uppfylli þær kröfur sem starfið gerir á hverjum tíma.
-
Mikilvægi vinnuumhverfismála.
-
Styttingu vinnuvikunnar og hlutfallsleg fækkun verkefna.
-
Að gerðar verði starfslýsingar.
-
Hópastærðir endurspegli aldur, aðstæður og samsetningu hóps hverju sinni og á hverju skólastigi.
-
Að nemendafjöldi á hvert 100% stöðugildi náms- og starfsráðgjafa verði að hámarki 300.
-
Að tryggja kjarasamningsbundinn rétt félagsmanna til starfsþróunar á starfstíma skóla.
-
Mikilvægi starfsendurhæfingar.
KJARASAMNINGSUMHVERFI
Kennarasamband Íslands og aðildarfélög þess leggja áherslu á að:
-
Greiðslur til félagsmanna úr Vinnudeilusjóði og Sjúkrasjóði verði ekki skattlagðar.
-
Kjarasamningar gildi frá þeim tíma er fyrri samningur rann út.
-
Öllum launagreiðendum verði skylt að skila fullnægjandi upplýsingum um launagreiðslur til viðkomandi stéttarfélags/bandalags.
-
KÍ semur miðlægt fyrir félagsmenn um tiltekna kjaraþætti s.s. ráðningarréttindi, lífeyrismál, veikindarétt, trygginga- og bótarétt, fæðingarorlof og um réttindi og kjör trúnaðarmanna.
-
Tryggja rödd kennara í starfi (sértrygging á raddheilsu kennara).
-
Efla og samræma kjararannsóknir á almennum og opinberum vinnumarkaði til að auðvelda launasamanburð.
-
Efla og samræma kjararannsóknir til að auðvelda samanburð á alþjóðlegum vettvangi.
-
Kjarasamningar eru samningar um lágmarkskjör. Semja má um betri kjör en þar eru tilgreind en ekki lakari.
-
Kerfisbreytingar og aukið álag vegna þeirra verði metið til launa.
-
Kennsluferill, reynsla og menntun séu metinn til launa við tilfærslu milli skólagerða, skólastiga eða milli starfa innan sama skólastigs.
-
Skólagerð sé ekki ráðandi þáttur í því hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að öðlast leyfisbréf til kennslu.
RÉTTINDAMÁL
Kennarasamband Íslands og aðildarfélög þess leggja áherslu á:
-
Að fagmenntun og starfsréttindi félagsmanna verði virt óháð rekstrarformi skóla.
-
Að öll störf við menntastofnanir séu auglýst með viðeigandi hætti.
-
Bætt starfskjör trúnaðarmanna og tryggt verði að þeir hafi tíma til að sinna verkefnum sínum.
-
Að ákvæði í kjarasamningum og almannatryggingakerfið verði bætt, sérstaklega hvað varðar eftirtalda þætti:
-
réttindi vegna veikinda barna og leggja í því sambandi sérstaka áherslu á rétt foreldra langveikra barna,
-
veikindi maka/sambúðarfólks og foreldra,
-
fráfall maka/sambúðarfólks, barna og annarra náinna ættingja.
-
Réttur vegna hlutaveikinda verði styrktur þannig að þau telji hlutfallslega en ekki að fullu eins og nú er.
-
Lengra fæðingarorlof og full laun í fæðingarorlofi.
-
Að félagsmenn njóti ætíð bestu lífeyrisréttinda sem völ er á.
-
Að laun á almennum og opinberum vinnumarkaði verði jöfnuð í framhaldi af jöfnun lífeyrisréttinda milli markaða.
-
Hækkun framlaga í Sjúkrasjóð þannig að öll stöðugildi skili 1% af heildarlaunum hið minnsta til sjóðsins frá vinnuveitendum.
-
Hækkun framlaga í Orlofssjóð þannig að öll stöðugildi skili 0,5% af heildarlaunum hið minnsta til sjóðsins frá vinnuveitendum.
-
Launajafnrétti kynjanna verði tryggt.
-
Að unnið verði gegn kerfisbundnum launamun „kvennastétta“, í samanburði við aðrar stéttir.
VIÐAUKI
1. Í íslenskri starfaflokkun, ÍSTARF95, sem byggð er á alþjóðlega staðlinum ISCO-88 eru störf kennara og náms- og starfsráðgjafa flokkuð með störfum annarra sérfræðinga. Um störf sérfræðinga segir þar:
„Hér flokkast störf sem krefjast sérfræðilegrar þekkingar og reynslu á sviði raunvísinda og hugvísinda. Viðfangsefnin felast í því að auka þekkingu sem fyrir er, nota vísindaleg og listræn hugtök og kenningar til að leysa vandamál og annast kennslu á kerfisbundinn hátt. Flest störf í bálkinum krefjast kunnáttu samkvæmt fjórða kunnáttustigi ÍSTARF95, þ.e. að minnsta kosti B.A., B.S., B.Ed. eða sambærilegrar menntunar.“
Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru regluleg laun fullvinnandi sérfræðinga á almennum vinnumarkaði að meðaltali 798 þús. kr. á mánuði árið 2016 en heildarlaun þeirra voru að meðaltali 854 þús. kr.
2. Í íslenskri starfaflokkun, ÍSTARF95, sem byggð er á alþjóðlega staðlinum ISCO-88, eru störf stjórnenda í skólum flokkuð með störfum annarra stjórnenda. Um störf stjórnenda segir þar:
„Hér flokkast störf þar sem viðfangsefnin felast í að ákveða og framkvæma stefnu hin opinbera, setja lög og semja reglugerðir, fylgjast með framkvæmd þeirra og koma fram fyrir hönd ríkis eða sveitarfélaga. Ennfremur flokkast hér störf sem fela í sér áætlanagerð, stjórnun og samhæfingu á stefnu og starfsemi einkafyrirtækja, samtaka eða stofnana. Ekkert eitt kunnáttustig tengist þessum bálki.“
Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru regluleg laun fullvinnandi stjórnenda á almennum vinnumarkaði að meðaltali 1.092 þús. kr. á mánuði árið 2016 en heildarlaun þeirra voru að meðaltali 1.228 þús. kr.